Harpa vill vera til fyrirmyndar og leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og vinnur markvisst að því að auka sjálfbærni á öllum sviðum starfseminnar.
Harpa hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu með rekstri á tónlistar- og ráðstefnuhúsi þar sem tilgangurinn er að skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti fyrir eigendur sína, sem eru landsmenn allir.
Sjálfbærniáherslur og stefna Hörpu taka mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og hafa UFS sjálfbærnimælikvarðar verið innleiddir í starfsemina. Stýrihópur í samfélagsábyrgð vann að kortlagningu helstu snertiflata starfseminnar við umhverfi, efnahag og samfélag og fyrsta Árs- og sjálfbærniskýrsla Hörpu kom út í tengslum við aðalfund 2023.
Sjálfbærnivegferð Hörpu hófst árið 2015 með skýrum umhverfismarkmiðum sem sneru að því að vinna markvisst að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stefna að kolefnishlutleysi í starfseminni árið 2030.
Harpa leitast við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins og taka þannig virkan þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Harpa gaf út Umhverfis- og loftslagsstefnu árið 2021 og hefur unnið að því með markvissum hætti að vera fyrirmynd í umhverfis- og loftslagsmálum og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni.
Harpa er í markvissu alþjóðarsamstarfi um sjálfbærni með helstu tónleikahúsum í Evrópu. Árlega eru haldnir um 1.400 viðburðir í Hörpu og heimsóknir í húsið eru um 1,5 milljón. Miðað við umfang starfseminnar og fjölda viðskiptavina getur Harpa haft veruleg áhrif til að auka sjálfbærni í viðburðahaldi á Íslandi og er staðráðin í að vera leiðandi á því sviði.
Harpa hefur sett sér eftirfarandi markmið hvað varðar samfélagsábyrgð og sjálfbærni.