Aðkoma

Verið velkomin.
Harpa er staðsett í miðbæ Reykjavíkur við gömlu höfnina. Innkeyrsla er frá Sæbraut inn á bílaplan við Hörputorg eða niður í rúmgóðan bílakjallara. Vinsamlega leggið ekki bílum á Hörputorgi, þar skal aðeins hleypa inn eða út farþegum. Góð gönguleið er yfir Tryggvagötuna að húsinu á gangbraut. Hægt er að ganga meðfram sjónum og koma að Hörpu úr austri og úr vestri.

Njótið þess að koma í Hörpu. Vinsamlegast gefið ykkur nægan tíma, hvort sem þið komið fótgangandi eða þurfið að leggja bíl eða hjóli. Allt tekur sinn tíma, hvort sem þið þurfið að ná í miða, nota fatahengið eða gæða ykkur á veitingum eða drykk fyrir viðburð.


Bílastæði

Bílastæðahús með 545 stæðum er við Hörpu og er vel upplýst og aðgengilegt er beint inn í húsið. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru næst inngöngum. Gjaldskylda er í húsinu frá kl. 7–24 alla daga. Fyrir framan Hörpu er einungis hægt að hleypa gestum út úr farartækjum. Ekki er hægt að leggja þar.

Þegar komið er inn í bílahúsið þarf að greiða gjaldið í gjaldmælum sem eru 3 á hvorri hæð bílahússins. Ef fólk lendir í vandræðum þá er alltaf vaktmaður á stæðinu. Hann er staðsettur í vaktherbergi í efri kjallara (K1).

Hægt er að greiða með kreditkortum, mynt og í gegnum leggja.is (gjaldsvæði 0).  Einnig er hægt að kaupa miða í stæði fyrirfram þegar miðar eru sóttir í miðasölu.

Mikilvægt er að muna að setja miðann sem kemur úr gjaldmælinum í glugga bifreiðar áður en farið er inn í húsið. Bent er á að bannað er að leggja bifreiðum á torginu fyrir framan eða til hliðar við Hörpu. Bílar eru sektaðir þar. Ef lagt er við vörumóttöku eða við aðkomu neyðarbíla — eru bílar dregnir í burtu.

Gjaldskrá:

  • Tímagjald: 225 kr.
  • Hálfur dagur (4 klst.): 800 kr.
  • Heill dagur (8 klst.): 1.500 kr.
  • Mánaðargjald (dagpassi kl. 8-18): 11.000 kr.
  • Vangreiðslugjald: 2.900 kr.
  • Vangreiðslugjald ef greitt innan þriggja daga: 1.900 kr.

Vangreiðslugjald er lagt á bifreið í gjaldskyldu bílastæði þegar sýnt þykir að ekki hafi verið greitt fyrir stöðu bifreiðar í stæðinu eða greitt hefur verið fyrir of stuttan tíma.


Fatahengi

Opið fatahengi er við miðasölu Hörpu, fyrir gesti hússins. Hægt er að geyma flíkur í lokuðu rými í miðasölu gegn gjaldi. 


Börn í Hörpu

Börn þurfa alltaf að vera í fylgd með fullorðnum og á ábyrgð þeirra. Foreldrum og forráðamönnum er vinsamlega bent á að alltaf þarf að kaupa sæti fyrir börn í Eldborg, nema annað sé tekið fram.


Aðgengi fyrir hreyfihamlaða

Hreyfihamlaðir hafa gott aðgengi í öllu húsinu. Í Eldborg, aðalsal Hörpu, eru tvö stæði fyrir hjólastóla sem eru gjaldfrjáls. Einnig er hægt að taka út sæti fyrir hjólastóla víða um salinn fyrir gesti sem kaupa miða.  Við minnum gesti á að taka fram tímanlega við miðasölu ef þörf er á stæðum fyrir hjólastóla, einnig í gjaldfrjálsu stæðin. Vinsamlega látið vita minnst tveimur sólarhringum fyrir viðburð. Sérstök bílastæði eru fyrir hreyfihamlaða við inngang inn í Hörpu frá bílastæðahúsi. Inni í byggingunni er greið leið fyrir alla með lyftu sem tengir allar hæðir. Allar hurðir miðast við umferð hreyfihamlaðra og sérstök salerni fyrir hreyfihamlaða eru víða um húsið.


Aðstoð við sjóndapra

Ef þú þarfnast aðstoð við að komast milli staða í Hörpu biðjum við þig að láta vita í miðasölu með góðum fyrirvara.


Aðstoð við heyrnaskerta

Fólk sem notar heyrnartæki hefur verulegt gagn af tónmöskvakerfi eða sambærilegu kerfi sem er notað til að draga úr aukahljóðum og bæta hlustun. Í Hörpu er hægt að fá afnot af slíkum búnaði en hann virkar þannig að það eru sendar í loftinu sem gefa frá sér innrautt merki. Merkið sendist í móttakara, heyrnartól eða hljóðslaufu sem virkar með heyrnartækjum. Gestir sem óska eftir að fá afnot af búnaðinum eru beðnir um að láta vita í miðasölu þegar miðar eru keyptir. Ath aðeins eru sendar í inn í Eldborg, Silfurbergi, Norðurljósum og Kaldalóni