Sýning

Artists 4 Ukraine : mynd­list­ar­sýning

Verð

0 kr

Tímabil

23. september - 5. október

Salur

Framhús

Artists 4 Ukraine góðgerðarsamtökin kynna verk þriggja úkraínskra listamanna á sýningu á jarðhæð Hörpu dagana 23. september til 5. október.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Olga Zherebetska, Anna Senik og Yevgen Samborsky eru þrír úkraínskir listamenn sem, eins og þrjár tennur trizub / þríforksins, tákna þrjár tegundir úkraínskrar samtímamenningar og listar. Anna Senik sem ljósmyndari, Olga Zherebetska sem fatahönnuður og Yevgen Samborsky sem málari. Öll eru þau fulltrúar úkraínskrar sköpunargáfu og listræns frelsis.

Þjóðartákn Úkraínu er þríforkur Póseidons og hefur það verið notað um aldir. Í dag tekur það á sig merkingu sem tákn sem inniheldur orðið volya sem á úkraínsku þýðir frelsi.

Listamennirnir þrír standa fyrir listrænt og skapandi frelsi sem er nú ógnað af árásarmanni sem við viljum ekki heiðra með nafni.

Auk listaverkanna sem verða sýnd á sýningunni sýnir listakonan Olga Zherebetska fallega handunna dúka og fatnað í hönnunarverslun Rammagerðarinnar á aðalhæð Hörpu.

Nánari upplýsingar um listamennina og verk má finna á vefsíðum þeirra:
Olga Zherebetska
Anna Senik
Yevgen Samborsky

Viðburðahaldari

Artists4Ukraine

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

föstudagur 23. september - 12:00

mánudagur 26. september - 12:00

þriðjudagur 27. september - 12:00

miðvikudagur 28. september - 12:00

fimmtudagur 29. september - 12:00

föstudagur 30. september - 12:00

laugardagur 1. október - 12:00

sunnudagur 2. október - 12:00

mánudagur 3. október - 12:00

þriðjudagur 4. október - 12:00

miðvikudagur 5. október - 12:00