Leikhús, Tónlist, Börn og Fjölskyldan

Ávax­takarfan

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.900 kr

Tímabil

16. október - 6. nóvember

Salur

Eldborg

Ávaxtakarfan er eitt vinsælasta íslenska barnaleikrit allra tíma.
Eftir að hafa verið sýnt fyrir fullu húsi í Hörpu nú á vormánuðum tilkynnum við að ávaxtakarfan snýr aftur í október og að þessu sinni í Eldborg! 

Sýningin hefur hlotið einróma lof sýningargesta og virðast aldnir jafnt sem ungir skemmta sér afar vel.
Leikarahópinn skipar einvala lið og er óhætt að segja að þar sé að finna marga af efnilegustu leikurum þjóðarinnar.

Gói leikstýrir hópnum styrkri hendi, Þorvaldur Bjarni sér um tónlistina einsog áður og Chantelle Carey sér um dansa og sviðshreyfingar.

Höfundur handrits er Kikka K. M. Sigurðardóttir.

Leikarar eru: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Birna Pétursdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir ,
Kristinn Óli Haraldsson, Jón Svavar, Viktoría Sigurðardóttir, Katla Njálsdóttir, Eyrún
Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran.

Listrænir Stjórnendur:
Leikstjórn: Gói Karlsson
Höfundur tónlistar og Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
Leikmynda- og búningahönnuðir: Eva Signý Berger og Alexía Rós Gylfadóttir
Leikmyndasmiður: Svanhvít Thea Árnadóttir
Ljósahönnuður: Freyr Vilhjálmsson
Danshöfundur: Chantelle Carey
Leikgervi: Margrét R Jónasar
Framleiðandi: Þorsteinn Stephensen

Chantelle Carey danshöfundur:
Í vinnu minni með ungum dönsurum og listamönnum hef ég veitt því athygli hve miklar mæturþau hafa öll á ávaxtakörfunni þannig að ég er ótrúlega spennt fyrir að taka þátt í þessariuppfærslu með frábæru hæfileikafólki.

Kikka K. M. Sigurðardóttir, höfundur Ávaxtakörfunnar:
"Mér finnst frábært að nýtt fólk sé að setja Ávaxtakörfuna á svið en ekki ég og listrænir
stjórnendur sem ég vinn venjulega með. Ég hef venjulega verið framleiðandi líka en er það
ekki núna og er mjög spennt að sjá útkomuna".

Sýningin er um 120 mínútur að lengd með einu hléi


Miðaverð er sem hér segir:

A

5.900 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.