Tónlist, Klassík, Sýning

Brothers - Íslenska Óperan
Verð
4.160 - 10.320 kr
Næsti viðburður
laugardagur 22. október - 20:00
Salur
Eldborg
Brothers er áhrifarík ópera eftir Daníel Bjarnason um fórnarkostnað stríðs, bræðralag og ástir, byggð á samnefndri bíómynd eftir Susanne Bier.
Kasper Holten, sem gegnir nú stöðu framkvæmdastjóra Det Kongelige Teater í Kaupmannahöfn, leikstýrir uppfærslunni en libretto semur Kerstin Perski. Steffen Aarving hannar leikmynd og búninga.
Brothers er átakanleg saga tveggja bræðra. Eldri bróðirinn Michael hefur hlotið framgöngu innan hersins og er sendur í stríð. Fjölskylda hans hefur talið hann af, en yngri bróðirinn Jamie sem varð eftir heima lifir óreglusömu lífi og er upp á kant við lögin. Michael og kemur til baka bugaður af erfiðri reynslu úr fangabúðum þar sem honum var haldið. Jafnvægið á millli þeirra bræðra hefur breyst fyrir lífstíð og samband þeirra bíður þess ekki bætur. Michel á erfitt með að vinna úr þeim harmleik sem hann upplifði og ná tökum á lífi sínu á ný.
Óperan var sýnd í Árósum árið 2017, í Eldborg árið 2018 og á Armel óperuhátíðinni í Budapest 2019 og hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur áheyrenda, ýmis verðlaun og einróma lof gagnrýnenda bæði innanlands og erlendis. Óperan verður jafnframt sýnd á erlendri óperuhátíð haustið 2023 sem verður tilkynnt síðar.
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.920 kr.
B
7.120 kr.
C
5.520 kr.
D
4.160 kr.
X
10.320 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu