Tónlist, Klassík

Chopin, Scarlatti, Rachmaninov & Liszt
Verð
3.900 kr
Næsti viðburður
föstudagur 9. september - 19:30
Salur
Kaldalón
Luka Okros píanóleikari snýr aftur til Reykjavíkur með spennandi tónleika.
„Frábært dæmi um virtúósískan píanóleik“
Breska dagblaðið The Guardian
„Hér er stórglæsilegur píanóleikari sem þú skalt fylgjast með“
Classica, franskt tímarit um klassíska tónlist
„Okros hefur þetta "extra"“
Israel Hayom, ísraelskt dagblað
Luka Okros,georgískur píanóleikari, sem búsettur er í London, snýr aftur í Hörpu og flytur á tónleikum rómantísk verk eftir Chopin, Scarlatti, Rachmaninov og Liszt.
Okros hefur fest sig í sessi sem einn efnilegasti píanóleikari sinnar kynslóðar. Hann hefur þegar unnið átta fyrstu verðlaun í alþjóðlegum efstu píanókeppnum og komið fram á tónleikum víða um heim.
Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu hans www.lukaokros.com eða Instagram síðu www.instagram.com/lukaokros.
Efnisskrá
CHOPIN:
Noktúrna Es-dúr op.9 nr.2
Nottúrna f-moll op.55 nr.1
Noktúrna F-dúr op.15 nr.1
Noktúrna í c-moll op.posth.
SCARLATTI:
Sónata d-moll K141
Sónata d-moll K9
Sónata d-moll K213
Sónata d-moll K32
RACHMANINOV:
Prelúdía nr.5 op.23 g-moll
Prelúdía nr.12 op.32 g-moll
Prelúdía nr.2 op.3 cs-moll
HLÉ
RACHMANINOV:
Sónata nr.2 op.36 (1931 útgáfa)
LISZT:
Spænsk rapsódía S.254
Miðaverð er sem hér segir:
A
3.900 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu