Tónlist

Ég skapa ekki tónlist, hún skapar mig - kvik­mynda­sýning til styrktar Úkraínu

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

8.000 kr

Næsti viðburður

mánudagur 3. október - 18:30

Salur

Kaldalón

Artists4Ukraine samtökin standa fyrir söfnunarviðburði með heimildarmyndasýningu, tónlistarflutningi og listasýningu til heiðurs tónskáldinu Valentyn Vasylyovych Silvestrov á 85 ára afmæli hans sem er 30. september 2022. Miðasölutekjur og önnur framlög munu renna til samtakanna DocuHelp og Ukraine Classics sem starfa í og fyrir Úkraínu.

Tekið er við frjálsum framlögum hér:
reikn.nr. 133-26-6946 /  kt. 440822-0610

Valentyn Silvestrov er úkraínskt tónskáld, sem hefur verið áberandi í klassískri nútímatónlist. Verk Silvestrovs má heyra í kvikmyndum (sérstaklega eftir François Ozon og Kira Muratova) og hljóma reglulega á tónleikum helstu hljómsveita heims, en Silvestrov hefur tvisvar verið tilnefndur til Grammy verðlaunanna fyrir verk sín.


Dagskrá kvöldsins:

18:30 - 19:00 : Tónlist eftir Silvestrov, Alexandre Sapolski og Hönnu Havrylets í flutningi fiðluleikaranna Veru Panitch og Katerynu Mysechko.
19:00 - 19:20 : Stutt hlé
19:20 - 21:00 : Fyrstu tveir kaflar heimildarmyndarinnar V. Silvestrov, í leikstjórn Serhiy Bukovski.
21:00 - 21:15 : Stutt hlé
21:15 - 22:00 : Þriðji og síðasti kafli kvikmyndarinnar V. Silvestrov, í leikstjórn Serhiy Bukovski.

List eftir úkraínsku listakonurnar Olgu Zherebetska, Yevgen Samborsky og Önnu Senik verða til sýnis á jarðhæð Hörpu. Listakonan, fatahönnuðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Olga Zherebetska verður viðstödd og sýnir fallega handgerða dúka sína og fatnað í Rammagerðinni á jarðhæð Hörpu.

Nánari upplýsingar um listamennina má finna á vef samtakanna  https://artists4ukraine.com/upcoming-event

Facebook: facebook.com/silvestrov.movie

Artists4Ukraine var stofnað á fyrstu dögum eftir innrásina í Úkraínu. Sænska listakonan Julia Mai Linnéa Maria og íslensk-úkraínski listamaðurinn Alexander Zaklynsky hafa staðið fyrir listrænum viðburðum til að afla fjár fyrir Úkraínu undir merkjum Artists4Ukraine.

Viðburðahaldari

Artists4Ukraine

Miðaverð er sem hér segir:

A

8.000 kr.