12th January 2022

Harpa þakkar Örnu Schram sam­fyl­g­dina

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

Stjórn og starfsfólk Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss harma lát Örnu Schram sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg.

Arna tók sæti í stjórn Hörpu í september 2017 og hafði þjónað því hlutverki um rúmlega fjögurra ára skeið. Arna var frábær samstarfskona, fagmanneskja og eldhugi sem bar hag Hörpu heilshugar fyrir brjósti. Hún var ekki síst ötull talsmaður þess að húsinu yrði gert kleift að sinna sem best menningarlegu hlutverki sínu.

Harpa þakkar Örnu fyrir samfylgdina - hennar verður sárt saknað.

Stjórn og starfsfólk Hörpu senda ástvinum hennar og aðstandendum öllum innilega hluttekningu.

Frét­tir

7th May 2022

Himinglæva inaugurated at Harpa square.

Artwork by Elín Hansdóttir.

12th April 2022

CameraPark in Harpa´s Car Park

licence plate recognition

11th April 2022

Harpa's birthday song won Lúðurinn

at the Icelandic Advertising Award