Children

Sögus­tund með Maxa

Price

0 kr

Next event

Saturday 4th June - 11:30

Venue

Kaldalón

Í sögustund með Maxa fáum við að fylgjast með tónlistarævintýrum hinnar ástsælu músar Maxímúsar Músíkúsar. Valur Freyr Einarsson, Vala Guðnadóttir og Almar Blær Sigurjónsson skiptast á að miðla sögum úr hinum vinsæla bókaflokki Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar við tónlistarundirleik og myndasýningu af tjaldi.

Ókeypis er á sögustundirnar en skráning og afhending miða fer fram í gegnum miðasölu Hörpu í síma 528-5050.

Sögustund með Maxa 2021

Laugardaginn 2. október: Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina. Sögumaður Valur Freyr Einarsson
-skráning hefst hér þann 27. september

Laugardaginn 13. nóvember: Maxímús Músíkús kætist í kór. Sögumaður Vala Guðnadóttir. -Aflýst
-skráning hefst hér þann 8. nóvember

Laugardaginn 4. desember: Maxímús Músíkús kætist í kór. Sögumaður Vala Guðnadóttir. .
-skráning hefst hér 29. nóvember

Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari er höfundur tónlistarævintýranna um Maxímús Músíkús og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari myndskreytir sögurnar. Hallfríður og Þórarinn voru bæði hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Ævintýrið um Maxa hefur verið á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2008. Verkefnið hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun og hafa bækurnir verið þýddar á fjölda tungumála og eru þekktar af börnum víða um heim. Verndari verkefnisins er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.


The ticket prices are as follows:

A

0 kr.

What´s on

Saturday 4. June - 11:30

Kaldalón

Perfect for concerts, conferences, meetings, screenings and lectures.