Tónlist, Klassík

Eva og Grubinger – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
2.900 - 8.700 kr
Næsti viðburður
fimmtudagur 19. janúar - 19:30
Salur
Eldborg.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri
Eva Ollikainen
Einleikari
Martin Grubinger
Efnisskrá
Wolfgang Amadeus Mozart//Sinfónía
nr. 35, „Haffner“
Maurice Ravel//Dafnis
og Klói, svíta nr. 2
Daníel Bjarnason//Slagverkskonsert
„Töframaður slagverksins“, sagði einn gagnrýnandi um austurríska slagverkssnillinginn Martin Grubinger, sem hefur verið meðal þeirra fremstu í sínu fagi í tvo áratugi. Hann er fastagestur hjá fresmtu hljómsveitum heims, meðal annars fílharmóníusveitunum í Berlín og Vínarborg, og Deutsche Grammophon gefur út geisladiska hans sem hafa náð metsölu. Grubinger hefur pantað fjölda nýrra verka af helstu tónskáldum samtímans. Á þessum tónleikum hljómar Íslandsfrumflutningur á nýjum konserti Daníels Bjarnasonar fyrir slagverk.
Árið 1782 fékk Mozart beiðni um að semja verk í tilefni af því að til stóð að slá aðalsmanninn Sigmund Haffner til riddara. Mozart var um þetta leyti önnum kafinn; hann var að stjórna óperu sinni, Brottnáminu úr kvennabúrinu, vann við tónsmíiðar og var um það bil að ganga í hjónaband. Hann lét þó til leiðast og samdi kvöldlokku í sex þáttum. Þegar Mozart var beðinn nokkru síðar um að stjórna tónleikum með eigin verkum vantaði hann sinfóníu. Hann greið til þess ráðs að fækka um tvo þætti í kvöldlokkunni sem tileinkuð var Haffner og stækka hljómsveitina, úr varð Haffnersinfónían nr. 35. Þótt Mozart hafi þurft að hafa hröð handtök við tónsmíðarnar hafi andagiftin ekki látið á sér standa og verkið sló í gegn. Sjálfur Austurríkiskeisari var viðstaddur frumflutninginn og fagnaði hann svo ákaft að athygli vakti.
Ballettinn Dafnis og Klói eftir Maurice Ravel var frumfluttur í júní árið 1912, en verkið pantaði hinn víðfrægi stjórnandi Rússneska ballettsins, Sergei Diaghilev. Balletttónlistin, sem Ravel kallaði „kóreógrafíska sinfóníu í þremur hlutum“ tekur í heild um klukkutíma í flutningi og er viðamesta hljómsveitarverk hans. Fá tónskáld hafa staðist Ravel snúning þegar kemur að því að laða fram ólíka liti sinfóníuhljómsveitarinnar og í fáguðum tónvefnaði verksins lifna við jafn munúðarfullar skógardísir og trylltir sjóræningjar. Til að auðvelda flutning verksins sauð Ravel saman tvær styttri hljómsveitarsvítur sem heyrast mun oftar í tónleikasölum heimsins en ballettinn í held og hér hljómar svíta nr. 2
Miðaverð er sem hér segir:
A
7.300 kr.
B
5.900 kr.
C
4.500 kr.
D
2.900 kr.
X
8.700 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu