Tónlist, Kammertónlist, Sígild og samtímatónlist

Frægð­ar­höllin - Kordo kvart­ettinn

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

0 - 2.000 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 29. maí - 16:00

Salur

Norðurljós

Kordo kvartettinn efnir til óvenjulegra tónleika þar sem áheyrendum er boðið í ferðalag í gegnum sögu strengjakvartettsins allt frá Bach til Barbers.

Á efnisskrá eru valdir kaflar úr mörgum af þekktustu strengjakvartettum tónbókmenntanna sem gefa um leið innsýn í hinn gjöfula heim klassískrar tónlistar. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði með léttu spjalli á milli verka. Hér er því um að ræða fjörlega og aðgengilega efnisskrá sem höfðar til ungra jafnt sem aldinna, gleður rótgróna tónlistarunnendur sem og kveikir áhuga hjá nýjum áheyrendum.

Jósef Haydn er oft nefndur faðir strengjakvartettsins en hann skrifaði 68 verk fyrir strengjakvartett. Hvers vegna hafa öll helstu tónskáld tónlistarsögunnar spreytt sig á því að skrifa verk fyrir 2 fiðlur, víólu og selló? Í hverju er galdur strengjakvartettsins fólginn? Vonandi verða áheyrendur einhvers vísari að tónleikunum loknum.

Efnisskráin tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í flutningi, með einu hléi.

Tónleikarnir eru styrktir af Launasjóði listamanna og Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns.

Kordo kvartettinn var stofnaður síðla sumars 2018 og hélt sína fyrstu tónleika í Norðurljósasal Hörpu í febrúar 2019. Tónleikarnir voru teknir upp af Ríkisútvarpinu. Tónleikarnir hlutu mikið lof gagnrýnenda sem sögðu hann skipa sér í röð fremstu kammerhópa landsins. Kvartettinn hefur komið fram í Reykjavík Classics tónleikaröðinni í Hörpu og Tíbrár-röð Salarins. Á síðasta ári hélt Kordo kvartettinn tónleika í Norræna húsinu og lék strengjakvartetta eftir Joseph Haydn og Wolfgang Amadeus Mozart, kom fram í Kammermúsíkklúbbnum í Norðurljósasal Hörpu og hélt upp á afmæli Ludwig van Beethovens með tónleikum í desember. Síðustu tónleikar Kordo kvartettsins voru í Salnum í apríl þar sem hann lék norræna strengjakvartetta eftir Huga Guðmundsson, Nielsen og Grieg. Kordo kvartettinn er nýkominn úr sinni fyrstu tónleikaferð þar sem hann hélt þrenna tónleika á norður-Spáni við góðar undirtektir.
Kordo kvartettinn skipa fiðluleikararnir Páll Palomares og Vera Panitch, víóluleikarinn Þórarinn Már Baldursson og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson. Þau eru öll hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands
Kordo kvartettinn á Facebook: https://www.facebook.com/KordoStringQuartet

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.000 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.