Tónlist, Ballett

Gala Ballet: The Wings of Ukraine
Verð
11.200 - 19.800 kr
Næsti viðburður
sunnudagur 28. ágúst - 19:30
Salur
Eldborg
Úkraínski þjóðarballettinn: Við Úkraínumenn viljum vera fulltrúar mikilfengleika menningar, lýðræðis og frelsis. Okkar hugrökku hermenn sýna seiglu gegn stríðsaðgerðum Rússa. Úkraína berst ekki bara fyrir tilveru sinni heldur fyrir lýðræði í Evrópu. Danslistin á sér engin landamæri og þarfnast ekki útskýringa. Úkraínski þjóðarballettinn varðveitir hefðir og styður við hina úkraínsku danslist. Við sem störfum í menningum og listum megum ekki láta erfiðar aðstæður stríðsins stöðva okkur, heldur styðjum baráttu Úkraínu gegn rússneska innrásarhernum. Markmið okkar er að styðja Úkraínu með því að efna til listrænna sýninga og láta ágóðann renna til landa okkar sem eru hjálpar þurfi.
Dagskrá úkraínska ballettsins samanstendur af sýnishornum úr klassískum ballettum eins og "Don Quixote" eftir Minkus, Pas-De-Deux úr ballettinum "La Bayadère", "Le Corsaire" eftir Asafyev, " Giselle" eftir Adam, National Ukrainian Ballet "The Song of the Forest" eftir Skorulskyi, "Liley" eftir Dankevich, auk nútímaverka sem flutt eru af World Ballet Stars og verðlaunahöfum alþjóðlegra keppna og hátíða.
Við bjóðum ykkur velkomin á þetta fallega og hátíðlega kvöld!
Umsjón:Bluevine Checking: Ukraine Together
https://nationalukrainianballet.com/
Viðburðahaldari
Bluevine Checking: Ukraine Together
Miðaverð er sem hér segir:
A
17.200 kr.
B
15.900 kr.
C
13.200 kr.
D
11.200 kr.
X
19.800 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu