Tónlist, Kór, Ókeypis viðburður

Graduale Nobili

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 29. maí - 15:00

Salur

Hörpuhorn

Graduale Nobili var stofnaður um aldamótin af Jóni Stefánssyni organista í Langholtskirkju og hefur skipað sér sess meðal farsælustu kóra Íslands. Kórinn skipa 24 konur á aldrinum 18-32 ára. Frægðarsól kórsins hefur risið hratt að undanförnu og kórinn hefur meðal annars sungið á tónleikaferðalagi með Björk Guðmundsdóttur auk þess að starfa með öðrum heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við hljómsveitina Fleet Foxes. Kórinn mun flytja verk af nýútkominni plötu sinni, Vökuró, þar sem er að finna sextán lög; ný sem og sígild verk. Meðal þeirra tónskálda sem eiga verk á plötunni eru Jórunn Viðar, Hugi Guðmundsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Sigurður Sævarsson og fleiri.

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 29. maí - 15:00