Leikhús

Icelandic Sagas - The Grea­test Hits

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

5.900 kr

Tímabil

9. ágúst - 10. ágúst

Salur

Norðurljós

Tveir af frambærilegustu leikurum þjóðarinnar kynna Íslendingasögurnar - brot af því besta á 75 mínútum - stórskemmtilega leikhús rússíbanareið í gegnum þjóðararf íslensku fornbókmenntanna. Athugið að sýningin er á ensku.

Íslendingasögurnar eru 40 sannar sögur af fyrstu kynslóðum íslenskra landnema. Það er að segja, Íslendingar segja að þær séu sannar. Flestir aðrir segja: Nei, heyrðu nú Hemmi minn!

Allir geta hinsvegar verið sammála því að þær eru stórbrotnar sögur af dugandi mönnum og djörfum konum. Rúmlega þúsund ára gamlar frásagnir af strandhöggi erlendis og blóðhefndum heima fyrir. Sögur sem gengið hafa mann fram af manni og varðveist á skinnhandritum. Íslendingasögurnar eru skínandi krúnudjásn íslenskrar þjóðmenningar, raunsannar lýsingar af ofurvenjulegum víkingum sem kljást við við ofurvenjuleg víkingavandamál. Eins og hvernig maður fær konuna sína til að hætta drepa þræla nágrannanna, hvernig eigi að bregðast við þegar manni er sagt að stanga rassgarnarenda merarinnar úr tönnunum og hvernig eigi að hefja málaferli við mág sinn fyrir að standa ekki undir… væntingum eiginkonu sinnar.

Velkomin í heim Hallgerðar Langbrókar, Gunnlaugs Ormstungu, Víga-Glúms, Haraldar hárfagra, Mjallar sem-stærst-var-allra-kvenna-sem-ekki-voru-risar og Leifs heppna sem fann Ameríku… og týndi henni aftur.

Þú hittir þau öll í Íslendingasögurnar - brot af því besta á 75 mínútum. Leyfið sögunum að hrífa ykkur, uppfræða og skemmta - og komist að því hvað það merkir að kasta bláum brókum upp í opið geðið á fólki. Í alvöru.

Viðburðahaldari

Artic

Miðaverð er sem hér segir:

A

5.900 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.