Tónlist, Jazz og blús

Jazzhátíð í Hörpu - kvöldpassi 13. ágúst

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.191 - 7.990 kr

Næsti viðburður

laugardagur 13. ágúst - 20:00

Salur

Harpa

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 13. – 19. ágúst 2022. Boðið verður upp á glæsilega sjö daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi kemur fram.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

20:00 - Norðurljós - NOR feat. Jorge Rossy (DK/IS/ES)
20:30 - Flói - Rebekka Blöndal 
21:15 - Norðurljós - Jonathan Kreisberg Quartet (US)
21:45 - Flói - Siggi Flosa og Sálgæslan

20:00 - Norðurljós - NOR feat. Jorge Rossy (DK/IS/ES)
Þegar danski bassaleikarinn Richard Andersson hitti íslensku hljóðfæraleikarana Óskar Guðjónsson og Matthías Hemstock fyrir rúmum 8 árum, urðu samstundis til afar sterk tengsl. Síðan þá hafa áheyrendur víða um Skandinavíu orðið vitni að ferðalagi tríósins í átt að þeirra eigin rödd sem hljómsveit. Fyrir tónleika tríósins á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 hafa þeir fengið til liðs við sig Jorge Rossy, tónlistarmann á mála hjá ECM, á víbrafón.

Rossy hefur í gegnum árin unnið sem trommuleikari með tónlistarmönnum í hæsta gæðaflokki á borð við Brad Mehldau, Joshua Redman, Kurt Rosenwinkel, Charlie Haden, Wayne Shorter, Lee Konitz og Joe Lovano. Fyrir stuttu gaf Rossy út sína fyrstu plötu sem leiðtogi hljómsveitar þar sem hann lék á marimbu og víbrafón, en platan, “Puerta”, kom út hjá ECM.

Óskar Guðjónsson : saxófónn
Jorge Rossy : víbrafónn
Richard Andersson : bassi
Matthías Hemstock : trommur

Rebekka Blöndal - Flói kl. 20:30
Jazzsöngkonan Rebekka Blöndal og gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson hafa undanfarin ár stillt saman strengi sína og er afraksturinn af því samstarfi nú að líta dagsins ljós í formi hljómplötu sem ber titilinn „Ljóð“.
Lagið With You hefur vakið mikla athygli á streymisveitum, en lagið kom út árið 2020 og var það upphaf vinnslu þessrar plötu mætti segja. Markmiðið var að semja nokkur jazzlög í gullaldarstíl. Lögin teygja samt sem áður anga sína í allskyns stíla s.s. latin og pop.
Rebekka var tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 sem flytjandi í flokki jazz og blús. Hún er ein fremsta jazzsöngkona landsins og er þetta hennar fyrsta sólóplata. Þetta verða því útgáfutónleikar.

Rebekka Blöndal : rödd
Ásgeir Ásgeirsson : gítar
Sigmar Þór Matthíasson : bassi
Erik Qvick : trommur
Haukur Gröndal : klarinett og saxófónn

Jonathan Kreisberg Quartet (US) - Norðurljós kl. 21:15
Gítarleikarinn Jonathan Kreisberg er einn af mest spennandi hljóðfæraleikurum og tónskáldum jazzins í dag. Hann sameinar tímalausa laglínusköpun og framúrstefnulega nálgun á línur og áferð tónlistarinnar og hefur stíll hans og spilamennska laðað að sér stóran hóp aðdáenda á heimsvísu. Hann fer reglulega í tónleikaferðlaög um heiminn og tekur upp tónlist með eigin verkefnum, sem og listamönnum á borð við Dr. Lonnie Smith, sem lét eftirfarandi orð falla um Kreisberg: ""He is a passionate musician with great vision, and he is constantly in fiery pursuit of innovation"" (ísl. “Hann er ástríðufullur tónlistarmaður með sterka sýn og er í stöðugri og ákafri leit að nýsköpun”).

Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 kemur Jonathan fram með nýjan og spennandi kvartett:

Jonathan Kreisberg : gítar
Marko Churnchetz : píanó
Phil Donkin : bassi
Eric Harland : trommur

Siggi Flosa og Sálgæslan - Flói kl. 21:45
Sálgæslan er jazz- og blúshljómsveit saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar en hann er höfundur allra laga og texta sem hópurinn flytur. Auk Sigurðar sem leikur á saxófón spilar Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar, Einar Scheving á trommur, Erik Tengholm á trompet og Samúel J. Samúelsson á básúnu. Um er að ræða síðbúna útgáfutónleika en flutt verður efni af tveimur plötum sem komu út á Covid tímanum. Þæri eru „Blásýra“ frá 2021 og „Einbeittur brotavilji“ frá 2022. Á plötunum koma fram sjö landskunnir söngvarar en á tónleikunum syngja þau Helgi Björnsson, Andrea Gylfadóttir, KK, Friðrik Ómar, Stefán Hilmarsson og Rebekka Blöndal. Í textum lagann verður til heimur þar sem helstu persónur og leikendur eru með annars smákrimmar, siðblindingjar, eltihrellar og brennivínsberserkir. Fjölbreytileiki mannlegrar kynhegðunar kemur við sögu og það gerir reyndar gamla góða ástin líka. Margt er a mörkum hins löglega og hins siðlega! Tónleikarnir eru styrktir af styrktarsjóðs SUT og Ruthar Hermanns.

„Sigurður leyfir sér að fara á gáskafullt hlemmiskeið. Skemmtan er miðlæg þó að framkvæmd og hugmyndavinna sé að sjálfsögðu metnaðarfull, eins og annað sem Sigurður kemur nálægt. ……aðlaðandi verk sem fær fólk til að brosa og dilla sér, eitthvað sem tekst vel, enda framfærsla öll fagleg bæði og til fyrirmyndar.“ – Arnar Eggert Thoroddsen, RÚV

Sigurður Flosason : altó saxófónn
Helgi Björnsson : rödd
Andrea Gylfadóttir : rödd
KK : rödd
Friðrik Ómar : rödd
Stefán Hilmarsson : rödd
Rebekka Blöndal : rödd
Þórir Baldursson : hammond orgel
Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar
Einar Scheving : trommur
Erik Tengholm : trompet
Samúel J. Samúelsson : básúna


Viðburðahaldari

Jazzhátíð Reykjavíkur

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.990 kr.