Tónlist, Jazz og blús

Jazzhátíð í Hörpu - kvöldpassi 14. ágúst

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.191 - 7.990 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 14. ágúst - 19:30

Salur

Harpa

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 13. – 19. ágúst 2022. Boðið verður upp á glæsilega sjö daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi kemur fram.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

19:30 - Kaldalón - Ómar Guðjónsson 
20:30 - Flói - Anna Sóley 
21:45 - Flói - Nico Moreaux "Far" Icelandic Nonet (FR/IS)

Ómar Guðjónsson- Kaldalón kl. 19:30
Ómar Fortíðar - Útgáfutónleikar
Ómar leikur á fetilgítar (pedal steel) melódíur úr íslenskri fortíð, gömul sönglög frá 3ja, 4ða og 5ta áratug síðust aldar þessi sönglög hljóma nú í nýjum útsetningum þeirra Ómars, Tómasar Jónssonar og Matthíasar Hemstock.

Ómar Guðjónsson hefur víða borið niður, í flestum stílum og stefnum ryþmískrar tónlistar. Hann hefur líka rannsakað hljóðheim gítarsins – og fetilgítarsins – meira en margur. Það er meira en aldarfjórðungsreynsla í þeim fingrum sem hér túlka með nýjum hljómi margar gersemar úr íslenskri sönglagahefð. Hann hnikar öllu til, sleppir orðunum, breytir hljómunum, styttir og lengir upprunalengd laglínunótnanna og skapar ný lög eins og sá djassmaður sem hann er. En þessi nýju gömlu lög snerta íslensk hjörtu á allt annan hátt en frumlegar útgáfur af klassískum djasslögum; hann er nefnilega að endurskapa lög sem við ólumst upp við og óma inni í okkur. Og kannski ræður það úrslitum að þessi endursköpun er borin fram af sterkri ljóðrænni tilfinningu sem kallast á við rómantíkina sem réði ferð hjá höfundum laganna.

Ómar Guðjónsson: gítarar
Tómas Jónsson: píanó og hljómborð
Matthías Hemstock: slagverk

Anna Sóley - Flói kl. 20:30
Anna Sóley er söngkona og lagasmiður sem sækir innblástur frá margvíslegum frásögum í lífi og listum. Í tónlistinni koma saman mismunandi stefnur; módern jazz, grúf, popp og alþýðutónlist, ásamt textum með einn fótinn í raunveruleikanum og hinn í draumheimum. Fyrsta sólóplata hennar, Modern Age Ophelia, kemur út í haust. Þema plötunnar eru frásögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um mörk milli fortíðar og nútíðar, raunveruleika og skáldskapar, og kannski einna helst forvitnilegar persónur. Tónsmíðarnar eru samdar þannig að þær gefi flytjendunum rými til þess að skína í gegn og setja sitt mark á flutninginn. Einhverjar tilraunir eru líka með ljóðaflutning og talað mál yfir tóna.

Anna Sóley Ásmundsdóttir: söngur
Magnús Jóhann Ragnarsson: píanó / hljómborð
Rögnvaldur Borgþórsson: gítar
Birgir Steinn Theodórsson: kontrabassi
Bergur Einar Dagbjartsson: trommur
Sölvi Kolbeinsson: altó saxófónn

Nico Moreaux "Far" Icelandic Nonet - Flói kl. 21:45 (FR/IS)
Nicolas Moreaux er franskur bassaleikari, búsettur á Íslandi. Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 mun hann kynna nýja tónlist eftir hann sjálfan, útsetta af Phillipe Maniez, sem hefur meðal annars unnið með Kurt Rosenwinkel Big band og Dedication big band.

Á tónleikunum kemur Nicolas fram ásamt nónett sínum, sem samanstendur af íslenskum tónlistarmönnum, sem Nicolas spilar reglulega með hérlendis og erlendis. Tónlistin flakkar á milli þess að vera þenkjandi og orkumikil og er að mestu innblásin af lífi Nicolas, andagift og náttúrunni.

Nico Moreaux : kontrabassi
Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar
Sigurður Flosason : altó saxófónn
Óskar Guðjónsson : tenór saxófónn
Jóel Pálsson : tenór saxófónn
Eyþór Gunnarsson : píanó
Ari Bragi Kárason : trompet
Scott Mclemore : trommur
Matthías Hemstock : slagverk


Miðaverð er sem hér segir:

A

7.990 kr.