Tónlist, Jazz og blús

Jazzhátíð í Hörpu - kvöldpassi 15. ágúst

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

6.291 - 6.990 kr

Næsti viðburður

mánudagur 15. ágúst - 20:00

Salur

Harpa

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 13. – 19. ágúst 2022. Boðið verður upp á glæsilega sjö daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi kemur fram.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

20:00 - Flói - Bjarni Már Tríó
21:15 - Flói - ASA tríó

20:00 - Flói - Bjarni Már Tríó

Bjarni Már Ingólfsson er 25 ára gítarleikari og tónskáld sem hefur virkur meðlimur á Íslensku djass senunni síðastliðin ár, bæði með sínu eigið tríói ásamt því að hafa komið fram með fjölbreyttum aðilum af Íslensku tónlistarsenunni.

Tríóið sem samanstendur ásamt Bjarna af Magnúsi Trygvasyni Eliassen (Trommur) og Birgi Steini Theódórssyni (Kontrabassa) hefur verið virkt frá árinu 2019 og hefur síðan þá unnið saman að því að móta tónsmíðar Bjarna og skapa litríka og dýnamíska nálgum á tónlist hans. Tónlistin sækir innblástur í ýmsar stefnur og strauma tónlistar; allt frá Íslenskum sálmum til nútímadjass strauma New York borgar og Evrópu.

Bjarni Már Ingólfsson : gítar
Birgir Steinn Theodórsson : bassi
Magnús Trygvason Eliassen : trommur

21:15 - Flói - ASA tríó
ASA Tríó ásamt saxafónleikaranum Jóel Pálssyni stígur á stokk og leikur efni af glænýrri plötu sem þeir félagar gefa út um þessar mundir, platan nefnist ‚Another Time‘ og var hljóðrituð snemma árið 2020 þegar allt lá í dvala í samfélaginu. Tónlistin samanstendur af verkum eftir alla fjóra meðlimi hljómsveitarinnar og eru sérstaklega samin fyrir þetta verkefni. Áhrifin koma víðsvegar að, allt frá Indí skotnum lagrænum ópusum, ágengum módalverkum, Fönkblúsuðum Búgalúskotnum lögum til meginstefnujazztónsmíða með miðjarðarhafsblæ og margt þar á milli.

ASA Tríó hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og hefur gefið út tvo hljómdiska í eigin nafni auk þess að gefa út nokkrar hljómleikaútgáfur sem eru aðgengilegar á stafrænu formi á heimasíðu tríósins. Tríóið skipa gítarleikarinn Andrés Þór, Agnar Már Magnússon orgel- og hljómborðsleikari og Scott McLemore trommuleikari, þeim til fulltingis er svo saxafónleikarinn Jóel Pálsson sem ætti að vera tónlistaráhugafólki að góðu kunnur. Jóel hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi um árabil og gefið út fjölmarga hljómdiska sem hafa hlotið ótal viðurkenninga.

Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar
Agnar Már Magnússon : hammond
Scott McLemore : trommur
Jóel Pálsson : saxófónn

Miðaverð er sem hér segir:

A

6.990 kr.