Tónlist, Jazz og blús

Jazzhátíð í Hörpu - kvöldpassi 16. ágúst
Verð
6.291 - 6.990 kr
Næsti viðburður
þriðjudagur 16. ágúst - 20:00
Salur
Harpa
Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 13. – 19. ágúst 2022. Boðið verður upp á glæsilega sjö daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi kemur fram.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.
20:00 - Flói- Ingibjörg Turchi
21:15 - Flói -IKARUS (CH)
20:00 - Flói- Ingibjörg Turchi
Ingibjörg gefur út sína þriðju sólóplötu árið 2022. Á plötunni má gætir áhrifa úr hinum ýmsu áttum eins og á hinum plötum hennar. Jazz, tilraunatónlist, minimalismi, rokk og fleira blandast saman í þann hljóðheim sem Ingibjörg og félagar hafa þróað síðustu ár. Á tónleikunum verður nýja platan flutt í heild sinni ásamt öllum þeim sem komu fram á henni. Einnig verða leikin eldri verk og frjáls spuni.
Ingibjörg Elsa Turchi : rafbassi
Tumi Árnason : tenórsaxófónn, klarínett
Magnús Trygvason Eliassen : trommur
Hróðmar Sigurðsson : gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson : píanó
21:15 - Flói -IKARUS
Ikarus er módernískur/grúv/jazz kvintett sem samanstendur af Ramón Oliveras (lagasmíðar, trommur), Anna Hirsch (söngur), Andreas Lareida (söngur), Lucca Fries (píano) og Mo Meyer (kontrabassi). Einstakur hljóðheimur hljómsveitarinnar byggir á síbreytilegum pólýrytmum, flöktandi taktstílum, áreynslulausum spunastíl og hrífandi fléttu karl- og kvensöngraddar, og fær áheyrandann til að vilja standa upp og dansa með, jafnvel þótt taktheimur tónlistarinnar sé til þess fallinn að rugla í rytmaskyni útlimanna. Ikarus hefur gefið út þrjár breiðskífur hjá plötufyrirtæki Nik Bärtschs, “Ronin Rhythm Records”, og hafa þess utan túrað mjög víða í Evrópu og Japan. Hljómsveitin er hluti af svokölluðu “high priority jazz program”, verkefni hjá Swiss art council Pro Helvetia, sem þýðir að þau eru ein af flaggskipum jazztónlistarsenu yngri kynslóðarinnar í Sviss.
Quality writing, flawless performances and a resplendently detailed production. A significant release indeed.
- Sid Smith, Prog Magazine (UK)
Fantastic, phantasmagoric, and masterful in its nonchalance, Ikarus is a complete musical experience.
- 5/5, Bud Kopman, Allaboutjazz.com (USA)
Ramón Oliveras : trommur
Anna Hirsch : rödd
Andreas Lareida : rödd
Lucca Fries : píanó
Moritz Meyer : bassi
Miðaverð er sem hér segir:
A
6.990 kr.
Dagskrá
Hápunktar í Hörpu