Tónlist, Jazz og blús

Jazzhátíð í Hörpu - kvöldpassi 17. ágúst

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.191 - 7.990 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 17. ágúst - 20:00

Salur

Harpa

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 13. – 19. ágúst 2022. Boðið verður upp á glæsilega sjö daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi kemur fram.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

20:00 - Norðurljós - Frelsissveit Íslands og Kari Ikonen (IS/FI)
20:30 - Flói - Maríanna Ósk Kvartett (IS/SE)
21:15 - Norðurljós - Jakob Bro/Óskar Guðjónsson/Skúli Sverrisson (DK/IS)
21:45 - Flói - Guitar Islandico + Unnur Birna

20:00 - Norðurlós-  Frelsissveit Íslands og Kari Ikonen
Frelsissveitin var stofnuð árið 2010 af Hauki Gröndal og hefur starfað með hléum að ýmsum verkefnum. Hljómsveitin kom síðast fram á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2020 og flutti þá verkið “Four elements” eftir Hauk Gröndal. Upptaka af tónleikunum var sýnd á RÚV í mars 2022 en verkið og Frelsissveitin hlutu tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununm 2021. “Tónlistarhópur ársins” í jazz- og blúsflokki og “Tónverk ársins” í jazz- og blúsflokki.

Að þessu sinni leikur finnski píanistinn Kari Ikonen með sveitinni en hann er einn þekktasti jazz- og spunapíanisti Finnlands enda framsækinn, ævintýragjarn virtúós.

Á efnisskránni verða ný verk og útsetningar eftir Hauk Gröndal. M.a. verður frumflutt ný svíta sem ber titilinn “Aether”.

Kari Ikonen : píanó
Haukur Gröndal : saxófónar
Snorri Sigurðarson : trompet
Samúel J. Samúelsson : básúna
Guðmundur Pétursson : gítar
Pétur Grétarsson : slagverk
Birgir Steinn Theódórsson : bassi
Magnús Trygvason Elíassen : trommur

20:30 - Flói - Maríanna Ósk Kvartett
Söngkonan og lagasmiðurinn Marína Ósk sendir frá sér aðra breiðskífu sína, “One Evening in July”, í ágúst 2022. Tónlistin á plötunni er einstaklega lagræn og hlý og minnir um margt á gömul jazzlög frá blómatíma jazzfyrirmynda á borð við Chet Baker, Frank Sinatra og Blossom Dearie. Plötunni verður fagnað með útgáfutónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur þann 17.ágúst þar sem platan verður flutt í heild sinni.

Marína Ósk er jazzsöngkona af hlýjustu gerð og hefur síðustu ár fest sig rækilega í sessi sem ein af leiðandi jazzsöngkonum landsins. Fyrsta plata hennar “Athvarf” (2019) hlaut lof gagnrýnenda og tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2020. Hún kynnir nú sænsk/íslenskan kvartett sinn fyrir landi og þjóð en auk Marínu Óskar koma fram rafgítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson, sem er flestum jazzunnandanum vel kunnur og margverðlaunuðu sænsku Uppsala-bræðurnir, þeir Johan Tengholm á kontrabassa og Erik Tengholm á trompet.

Kvartettinn er trommulaus sem skapar afslappaða og heimilislega stemmingu í glimrandi stíl við tónlistina, sem flutt er bæði á íslensku og ensku. Styrkleikar þessa spennandi kvartetts liggja í sameiginlegri ástríðu þeirra fyrir tungumáli gömlu jazztónlistarinnar og einlægri spilagleði.

Platan “One Evening in July” kemur út hjá sænska plötufyrirtækinu TengTones og er styrkt af Tónskáldasjóði Rúv og STEFs.

Marína Ósk : söngur
Mikael Máni Ásmundsson : gítar
Johan Tengholm : kontrabassi
Erik Tengholm : trompet

21:15 - Norðurljós - Jakob Bro/Óskar Guðjónsson/Skúli Sverrisson (DK/IS)
Danski jazzgítarleikarinn og tónskáldið Jakob Bro hefur um árabil verið í fararbroddi melódískra spunamanna og er hann nú á mála hjá hinu virta útgáfufyrirtæki ECM. Hann hefur gefið út 16 plötur undir sínu nafni þar sem meðleikarar eru Lee Konitz, Bill Frisell, Paul Motian, Kenny Wheeler, Paul Bley, Chris Cheek, Thomas Morgan, Ben Street, Mark Turner, Kurt Rosenwinkel, Andrew D’Angelo, Chris Speed, George Garzone, Craig Taborn, Oscar Noriega, David Virelles, Jon Christensen, Jesper Zeuthen, Anders Christensen, Peter Laugesen, Kresten Osgood, Jakob Høyer, Nicolai Munch-Hansen, Jonas Westergaard, Søren Kjærgaard, Nikolaj Torp Larsen og margir fleiri.

Jakob Bro var hluti af Paul Motian & The Electric Bebop Band (Garden of Eden, ECM – 2006) og hljómsveit Tomasz Stanko sem heitir Dark Eyes Quintet (Dark Eyes, ECM – 2009).

Í núverandi verkefnum er hann að vinna með einstöku listafólki og má þar nefna Palle Mikkelborg, Andrew Cyrille, Marilyn Mazur, Mark Turner, Joe Lovano, Joey Baron, Thomas Morgan, Jorge Rossy, Larry Grenadier, Anders Christensen og Arve Henriksen.

Trying to put your finger on Jakob Bro’s guitar style can be like trying to describe the essence of air.”
– Steve Futterman, The New Yorker

Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson hafa leikið saman um árabil og eru á meðal okkar fremstu músíkanta í jazz- og spunatónlist. Þeir komu fram sem dúó í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2020. Samstarf þeirra á sér langa sögu og hefur meðal annars gefið af sér tvær stórgóðar plötur, Eftir þögn (After Silence) sem kom út árið 2002 og The Box Tree sem Mengi gaf út árið 2012 en fyrir þá plötu hlutu þeir Óskar og Skúli Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu djassplötu ársins 2012.

"If you put Stan Getz in an echo chamber, playing at the quietest volume possible, his breath audibly escaping around the reed, alongside someone playing a semi-acoustic bass with baroque-guitar technique, you’d get something roughly like “The Box Tree”, a gorgeous record of duets between two Icelandic musicians, the bassist Skuli Sverrisson and the tenor saxophonist Oskar Gudjonsson. The 10 pieces on the album are studies in melodic ebb and flow at even projection. They’re not improvised pieces; they’re well-charted with sweet melodies. Because it doesn’t sound like much else, it can carve out a privileged space for you pretty quickly. It’s a pulse-settler and an order-restorer: It could be the last thing you listen to before you go to bed, or something to lead you into sleep."
- Ben Ratliff. The New York Times. May 10, 2013

Jakob Bro : gítar
Skúli Sverrisson : bassi
Óskar Guðjónsson : saxófónn

21:45 - Flói - Guitar Islandico + Unnur Birna
Á þessum tónleikum munu þeir félagar Í Guitar Islancio minnast franska fiðluleikarans Didier Lockwood sem lék með þeim eftirminnilega tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur árið 2001, en hann lést árið 2018 aðeins 62 ára gamall. Í sinni stuttu heimsókn hingað hreifst hann af landinu og langaði alltaf að koma aftur og það stóð svo sannarlega til, því þegar hann lést var í gangi undirbúningur að tónleikum með honum og Guitar Islancio hér á landi og fyrirhugaðar hljóðritanir.

Efnisskrá tónleikanna á jazzhátíðinni verða lög sem tríóið og Didier léku á áðurnefndum tónleikum og ýmislegt annað, bæði nýtt efni sem Guitar Islancio hefur verið að vinna að undanfarið og íslensk þjóðlög sem hafa fylgt tríóinu frá upphafi og víst er að með Unni Birnu mun Guitar Islancio mynda notalega stemmningu sem heiðrar minningu þessa mikla meistara jazz-fiðluleiksins.

Björn Thoroddsen : gítar
Jón Rafnsson : bassi
Þórður Árnason : gítar
Unnur Birna Björnsdóttir : fiðlaMiðaverð er sem hér segir:

A

7.990 kr.