Tónlist, Jazz og blús

Jazzhátíð í Hörpu - kvöldpassi 18. ágúst

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.191 - 7.990 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 18. ágúst - 20:00

Salur

Harpa

Jazzhátíð Reykjavíkur fer fram dagana 13. – 19. ágúst 2022. Boðið verður upp á glæsilega sjö daga tónleikadagskrá þar sem jazz og spunatónlist verður í forgrunni og frábært listafólk frá Evrópu, Bandaríkjunum og Íslandi kemur fram.

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

20:00 - Flói - Ingi Bjarni 4tet 
21:15 - Flói - Arild Andersen group (NO)
22:30 - Flói - Copenhagen Jazz Funk Collective feat. Benjamin Koppel (DK)

20:00 - Flói - Ingi Bjarni 4tet
Ingi Bjarni (píanó), Anders Jormin (kontrabassi), Hilmar Jensson (gítar) og Magnús Trygvason Eliassen (trommur) munu flytja nýja tónlist eftir Inga Bjarna, sem samin er sérstaklega fyrir þessa tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur. Innan tónverkanna verður svigrúm fyrir spunakafla ásamt sveigjanleika í flutningi og túlkun.

Sérstakur gestur er sænski bassaleikarinn Anders Jormin, en Ingi Bjarni naut leiðsagnar hans í námi sínu. Það er óhætt að segja að Anders sé einn færasti kontrabassaleikari Evrópu. Sem tónskáld þá hefur hann gefið út fjölda hljómplatna með eigin verkum, þ.á.m. á þýsku plötuútgáfunni ECM. Hann hefur einnig spilað með fremstu jazz tónlistarmönnum heims á borð við Bobo Stenson, Lee Konitz, Charles Lloyd, Paul Motian, Tomasz Stanko ofl.

Ingi Bjarni : píanó
Anders Jormin : kontrabassi
Hilmar Jensson : gítar
Magnús Trygvason Eliassen : trommur

21:15 - Flói - Arild Andersen group
Glæný norsk súpergrúppa hefur litið dagsins ljós, Arild Andersen Group sem samanstendur af nokkrum af uppáhalds tónlistarmönnum Arilds af yngri kynslóðinni. Eftir tvö uppseld og vel heppnuð festivalsgigg, ákvað bassagoðsögnin Arild Andersen að halda áfram að vinna með þessu nýja bandi, til hliðar við hans eigið tríó sem hóf samstarf sitt árið 2008. Arild Andersen hefur gefið út 22 plötur undir eigin nafni hjá ECM. Katalógur hans í heild sinni er í raun sérkafli í jazzsögunni, en umfram allt er hann vel tengdur nútímanum þar sem spilagleði hans, grúvtilfinning og hugmyndaríki sameinast óviðjafnanlegri spilatækni. Hann er líka frábær lagahöfundur og inniheldur lagasafn Arild Andersen Group mestmegnis tónlist eftir hann.

Arild Andersen, bassaleikarinn með hlýja tóninn, mætti sannarlega titla sem goðsögn á evrópsku jazzsenunni. Ferill hans hófst árið 1967 og lék hann m.a. með hljómsveit Jan Garbarek, sem einnig innihélt þá Terje Rypdal og Jon Christensen, sem gaf út eina af fyrstu plötum ECM útgáfufyrirtækisins, “Afric Pepperbird”. Eftir það lék hann m.a. með Sonny Rollins, Don Cherry, Chick Corea, Dexter Gordon, George Russell, og fleirum. Á tíunda áratug síðustu aldar stofnaði hann hið goðsagnakennda band, Masqualero, ásamt Jon Balke, Nils-Petter Molvær, Jon Christensen og Tore Brunborg, sem túraði um allan heim. Á síðari árum hefur hann m.a. unnið með Tomasz Stanko og Pat Metheny.

”It’s quite unbelievable that a quartet with four individualists, four top level musicians, can play so incredibly coordinated, as if they were one single musical organism. And on top of that, the band leader really gave his audience some magic experiences on his bass, leaning over his instrument with a big smile and his shoulders slightly raised in pure enthusiasm ” Live Sætre, Dagningen (from Dølajazz, Norway)

Arild Andersen : bassi
Marius Neset : saxófónn
Helge Lien : píanó
Håkon Mjåset Johansen : trommur

22:30 - Flói - Copenhagen Jazz Funk Collective feat. Benjamin Koppel (DK)
Copenhagen Jazz Funk Collective er hljómsveit sem samanstendur af nokkrum af reynslumestu jazz og fönk tónlistarmönnum Danmerkur. Innblásturinn er sóttur frá hljómsveitum og listamönnum eins og Weather Report, Spyro Gyra, Yellow Jackets, Mezzoforte, Marcus Miller, David Sanborn og Steps Ahead. Tónlistin er grúví og einfaldleikinn í fyrirrúmi en styrkurinn felst einkum í samspili hljómsveitarmeðlima, spuna og sköpun.

Hljómsveitin hóf að spila saman vorið 2020 þegar samkomutakmarkanir vegna Covid voru í gildi. Lagið Corona-Ride var hljóðritað sumarið 2020 og mismunandi takttegundir endurspegla erfiða tilveru með veirunni. Tónlistin var samin af bassaleikaranum Mads Pagsberg.

Á tónleikum CJFC á Jazzhátíð Reykjavíkur mun danski saxófónleikarinn Benjamin Koppel koma fram með sveitinni.

Benjamin Koppel : saxófónn
Søren Lee : gítar
Anders Rose : hljómborð
Mikkel Villingshøj : trommur
Mads Pagsberg : bassi/hljómsveitarstjórn

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.990 kr.