Hátíðir, Dans

Lista­hátíð í Reykja­vík: Every Body Electric

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 19. júní - 17:00

Salur

Silfurberg

Þetta rafmagnaða dansverk eftir hina margverðlaunuðu Doris Uhlich ögrar viðteknum hugmyndum um möguleika líkamans og orkuna sem býr í okkur öllum. Með sprengikrafti í bland við ljóðræna mýkt fer hópur fatlaðra dansara með áhorfendur í taktfast og ófyrirsjáanlegt ferðalag inn í kjarna hins mannlega. Jafnvel smæsta hreyfing getur leyst ótrúlega orku úr læðingi.

Hver einasti líkami býr yfir sínu einstaka, lífræna afli en í verkinu rannsakar hópurinn einnig þá möguleika sem skapast þegar vélin – hvort sem það er rafknúinn hjólastóll, gervilimur eða stoðtæki – tekur við sem framlenging á líkamanum.

Hin austurríska Doris Uhlich hefur sett upp fjölda dansverka en hefur á síðustu árum ekki síst einbeitt sér að samvinnu við listafólk með líkamlega fötlun og leitað leiða til þess að skoða hreyfingar og hrynjandi líkamans í nýju ljósi.

Að sýningu lokinni gefst gestum færi á að spjalla við listafólkið.

Dramatúrg: Elisabeth Schack

Flytjendur:
Josefine Mühle
Adil Embaby
Karin Ofenbeck
Thomas Richter
Vera Rosner-Nógel
Katharina Zabransky

Ljósa- og sviðshönnuður: Gerald Pappenberger
DJ: Boris Kopeinig
Búningar: Zarah Brandl
Kynningarfulltrúi: Jonathan Hörnig
Framleiðsluteymi:
Margot Wehinger
Theresa Rauter
Alþjóðleg dreifing: Something Great
Endurgjöf: Yoshie Markuoka, Theresa Rauter
Þakkir: Omar Gomez Hernandez og allt aðstoðarfólk flytjenda
Meðframleiðendur:
Tanzquartier Wien
Schauspiel Leipzig & insert (Theaterverein)

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.

Silfurberg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.