Tónlist

Marcus Miller

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

6.990 - 12.990 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 6. júlí - 20:00

Salur

Eldborg

Marcus Miller

Marcus Miller er jafnan talinn vera einn áhrifamesti listamaður okkar tíma. Hann hefur verið í fremstu röð í meira en 30 ár og hefur m.a. unnið til tvennra Grammy-verðlauna í BNA, fengið Edison Lifetime Achievement In Jazz verðlaunin í Hollandi árið 2010. Þá hlaut hann Victoire du Jazz verðlaunin í Frakklandi 2013, auk þess að vera útnefndur fulltrúi sem UNESCO Artist For Peace sama ár.

Einkennandi bassaleik hans má heyra á óteljandi lögum, allt frá „Just The Two Of Us“ með Bill Withers til „Never Too Much“ með Luther Vandross, fyrir utan fjölmörg lög með Chaka Kahn, David Sanborn, Herbie Hancock, Eric Clapton, Aretha Franklin, George Benson, Elton John og Bryan Ferry svo nokkrir séu nefndir. Bassaleikur hans er jafnan auðþekkjanlegur og einkennist af blöndu af fönki, soul, miklu grúvi og feikilegri tækni. Miller er talinn vera einn áhrifamesti bassaleikarinn i jassi, R&B, fusion og soul. Hjá hinu virta tímariti Bass Player Magazine er hann á lista yfir tíu áhrifamestu jass-tónlistarmenn sinnar kynslóðar.

Auk þessarar mögnuðu ferliskráar hefur Miller átt í löngu og farsælu samstarfi við marga tónlistarmenn. Þannig vann hann sem lagahöfundur og upptökustjóri um 15 ára skeið með Luther Vandross, sem bar ríkulegan ávöxt með smellinum „Power of Love/Love Power“. Lagið fór í fyrsta sæti á R&B vinsældalistum og vann til Grammy-verðlauna árið 1992.

Miller hefur einnig markað varanleg spor á feril listamanna sem eru jafn hæfileikaríkir og fjölbreyttir og David Sanborn, Roberta Flack, Aretha Franklin, Chaka Kahn, Al Jarreau, Bob James, Lalah Hathaway og Wayne Shorter. Síðast en ekki síst þá var Miller með Miles Davis á hljómleikum í mörg ár í byrjun níunda áratugarins. Þetta samstarf leiddi til þess að náið faglegt og persónulegt samband þróaðist milli þeirra og tók Miller drjúgan þátt í gerð þriggja platna, sem allar hlutu mikið lof gagnrýnenda. Frægust þeirra er líklega hin magnaða Tutu, en með gerð hennar var Miller síðasti upptökustjóri, útsetjari lagahöfundur, auk þess að spila á mörg hljóðfæri. Titillag plötunnar, sem Miller samdi og útsetti, er jafnan talið tilheyra bestu lögunum í nútíma-jassi. Platna vann ekki einungis til tvennra Grammy-verðlauna, heldur er hún jafnframt talin vera ein af merkustu plötum Miles Davis.

Umsjón: Tónleikur ehf

Miðaverð er sem hér segir:

A

10.990 kr.

B

8.990 kr.

D

6.990 kr.

X

12.990 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.