Tónlist

Önnur Mósebók 10 ára

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

7.990 kr

Næsti viðburður

laugardagur 26. nóvember - 21:00

Salur

Norðurljós

Önnur Mósebók 10 ára
Sumarið 2012 kom út hjá Record Records platan Önnur Mósebók með Moses Hightower, en á henni notaðist hljómsveitin við svipaða – sálarskotna en séríslenska – uppskrift og á frumburðinum Búum til börn frá því tveimur árum fyrr, en útkoman að margra mati ívið áleitnari og heilsteyptari. Platan fer yfir víðan völl, bæði í tónlist og textum, gamlir hljóðgervlar koma mikið við sögu, tekið er á fönk-sprett að hætti James Brown, heyra má brasilísk og sýkadelísk áhrif og söngútsetningar spanna allan tilfinningaskalann. Eins og Búum til börn var Önnur Mósebók unnin í samstarfi við Magnús Øder sem hljóðritaði á segulband og hljóðblandaði af snilld.

Segja má að platan hafi hitt í mark, því auk hressilegrar sölu og einróma lofs gagnrýnenda var hún valin plata ársins 2012 af Fréttablaðinu, komst á Kraumslistann, fékk Menningarverðlaun DV og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir lagasmíðar og textagerð auk tilnefninga fyrir plötu, lag, söngvara og upptökustjóra ársins. Lögin Stutt skref, Sjáum hvað setur og Háa c (sem Grapevine valdi lag ársins) voru öll þaulsetin á eða við toppsæti vinsældalista, en í seinni tíð er það ekki síður kaffismellurinn Tíu dropar sem heldur hita á fólki, hvort sem er á tónleikum eða á streymisveitum.

Til að halda upp á 10 ára útgáfuafmæli plötunnar verður blásið til glæsilegra tónleika þar sem fram koma með sveitinni hljóðgervlagaldrakarlinn Magnús Jóhann Ragnarsson og blásararnir sem blésu á plötunni sjálfri: Kjartan Hákonarson, Óskar Guðjónsson og Samúel Jón Samúelsson. Platan í heild og aðrir smellir leiknir af Moses í sparifötunum!


Miðaverð er sem hér segir:

A

7.990 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.