Tónlist, Popp

Rufus Wainwright

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

13.900 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 29. maí - 20:00

Salur

Silfurberg

Rufus Wainwright loksins í Hörpu!

Rufus hefur gefið út tíu plötur af frumsömdu efni en hefur auk þess samið tvær klassískar óperur og tekið þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum með öðrum listamönnum, samið kvikmyndatónlist og snarað sonettum Shakepears yfir í tónlist. Síðasta plata hans kom út 2020, Unfollow the rules, sem fékk Grammy tilnefningu sem besta popp plata ársins.

Það er óhætt að segja að Rufus hafi átt viðburðaríka ævi, hann er sonur þekkts listafólks, fæddur í New York og líf hans þannig litað af listsköpun frá upphafi. Hann lærði snemma á píanó og gítar og ferðaðist um og hélt tónleika með Kate McGarrible, móður sinni, og Mörthu Wainwright, systur sinni, frá 13. ára aldri. Hann skar sig fljótt úr fjöldanum með einstökum tónlistarhæfileikum sínum og var aðeins 16 ára þegar hann byrjaði að fá tilnefningar til tónlistarverðlauna. Rufus, sem oft þykir lágstemmdari en samtíða tónlistarmenn er gríðarlega virtur innan tónlistarbransans eins og samvinna með kanónum á borð við Elton John, David Byrne, Boy George, Joni Mitchell, Pet Ship Boys, Mark Ronson og Robbie Williams gefa til kynna. Rufus er giftur Jörn Weistbrodt og saman eiga þeir eina dóttir, Viva Katherine, með vinkonu sinni Lorcu Cohen, dóttur Leonards Cohen. Rufus býr ásamt fjölskyldu sinni í Toronto, Kanada.
Vefsíða Rufus Wainsright: rufuswainwright.com

John Grant mun hita upp fyrir Rufus Wainwright en hann þarf líklega ekki að kynna fyrir Íslendingum enda hefur hann tekið ástfóstri við Ísland og hefur haft búsetu hér á landi síðan 2013. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark var valin plata ársins af hinu virta tímariti, Mojo og lög hans hafa setið á vinsældalistum úti um allan heim, ekki síst hér heima á Íslandi.
John hefur unnið með fjölda af þekktum listamönnum, td Robbie Williams, Sinéad O´Connor, Kylie Minogue, Beth Orton og Elleni Kristjánsdóttursvo fáeinir séu nefndir.
Nýjasta plata hans kom út á þessu ári, Boy from Michigan, og hefur hún fengið mikið lof.
Vefsíða John Grant: johngrantmusic.com

Miðaverð er sem hér segir:

A

13.900 kr.

Silfurberg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.