Tónlist, Sígild og samtímatónlist

Sígildir sunnu­dagar: Camer­arctica 30 ára starfsaf­mæli

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 16. október - 16:00

Salur

Norðurljós

Brahms og tveir pólar
Á tónleikunum kallast á verkin „Örlagafugl“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson „Songs from the bush“ eftir ástralska tónskáldið Ian Munro og nýtt verk „Kviksjá“ eftir John Speight skrifað fyrir hópinn af þessu tilefni. Tveir ólíkir pólar beggja landa mætast í þjóðlegum innskotum þar sem leitað er í tónlist frumbyggja, þjóðlaga og sögu í þessari samsuðu fyrir klarinettu og strengi.

Hinn margrómaði klarinettukvintett eftir Johannes Brahms hljómar svo eftir hlé. Kvintettinn er eitt af síðustu verkum Brahms - litað haustlitum en tekur á sig blæ sígaunatónlistar í töfrandi hæga þættinum og þykir kvintettinn vera eitt af fegurstu kammerverkum tónbókmenntanna.

Á þessum tónleikum heyrast því bæði verk sem hafa fylgt hópnum og ný verk en verkið Kviksjá eftir John Speight verður frumfutt á þessari afmælishátíð Camerarctica.

Tónlistarhópurinn Camerarctica hefur starfað frá árinu 1992 og hefur hópurinn verið mjög virkur í íslensku tónlistarlífi. Félagar hópsins hafa meðal annars leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, kennt hljóðfæraleik við tónlistarskólana á höfuðborgarsvæðinu og komið víða fram sem einleikarar.

Camerarctica hefur vakið sérstaka athygli og hlotið lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Mozart á árlegum kertaljósatónleikum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu og á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Reykjavík.

Hópurinn hefur m.a leikið á Myrkum músíkdögum, Listahátíð í Reykjavík, Norrænum músíkdögum, Salisbury hátíðinni í Bretlandi og hjá Listvinafélagi Hallgrímskirkju.

Camerarctica hefur einnig komið fram á sumartónleikum í Hólakirkju og Skálholtskirkju, á Sígildum sunnudögum í Hörpu og hefur hópurinn leikið reglulega í 15.15 tónleikasyrpunni og einnig gefið út geisladisk með verkum eftir W. A. Mozart.

Camerarctica samanstendur af hljóðfæraleikurunum Ármanni Helgasyni klarinettuleikara, Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Pálsdóttur fiðluleikara, Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara og Sigurði Halldórssyni sellóleikara.

Camerarctica var Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar árið 2005 og heldur nú upp á 30 ára starfsafmæli m.a með þessum tónleikum á Sígildum sunnudögum í Norðurljósasal Hörpu.

Tónleikarnir eru tileinkaðir Hallfríði Ólafsdóttur stofnanda og brautryðjanda hópsins.
Nemendur eru boðnir sérstaklega velkomnir og býðst ókeypis aðgangur að tónleikunum.
Tónleikarnir taka u.þ.b 90 mín með hléi.

Viðburðahaldari

Camerarctica

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.