Tónlist, Klassík

Sinfón­ískir dansar - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

2.900 - 8.700 kr

Næsti viðburður

fimmtudagur 17. nóvember - 19:30

Salur

Eldborg.

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hljómsveitarstjóri
Olari Elts

Einleikarar
Baiba Skride
Harriet Krijgh
Elsbeth Moser

Efnisskrá
Páll Ragnar Pálsson//Yfirráðandi kyrrð
Sofia Gubaidulina//Konsert fyrir fiðlu, selló og bajan
Sergej Rakhmanínov//Sinfónískir dansar 

Rússneska tónskáldið Sofia Gubaidulina, sem fagnaði níræðisafmæli í fyrra, er óhrædd við að velja verkum sínum heimspekilegt og trúarlegt inntak og tekst hún gjarnan á við stærstu spurningar mannlegrar tilvistar í tónlistinni. Meðal nýjustu meistaraverka hennar er konsert fyrir fiðlu, selló og bajan (rússneska hnappaharmóníku) en það er samið árið 2017 fyrir Sinfóníuhljómsveitina í Boston. Verkinu var afar vel tekið og voru gagnrýnendur á einu máli um að hér væri komið eitt af merkustu verkum Gubaidulinu. Talan þrír gegnir lykilhlutverki í verkinu, enda innblásið af heilagri þrenningu.

Lettneski fiðluleikarinn Baiba Skride hefur komið tvisvar fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ávallt fengið frábærar viðtökur. Hollenski sellóleikarinn Harriet Krijgh hefur leikið með mörgum helstu hljómsveitum heims og er prófessor við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Svissneski bajanleikarinn Elsbeth Moser hefur sérhæft sig í flutningi á verkum Gubaidulinu, sem semur oft fyrir rússneksa hnappaharmóníku, og hafa hljóðritanir hennar fengið mikið lof heimspressunnar.

Sinfónískir dansar Sergejs Rakhmanínovs voru síðasta verkið sem tónskáldið lauk við og sýnir það glöggt hve meistaraleg tök þetta mikla píanótónskáld hafði á skrifum og útsetningum fyrir sinfóníuhljómsveit. Líkt og í fleiri verkum Rakhmanínovs ber tónlistin keim af fortíðinni og þótt sá síð-rómantíski andblær sem svífur yfir vötnum í ævintýralegum dönsunum hafi ekki verið að allra skapi þegar verkið var frumflutt 1941 hefur það fyrir löngu skapað sér sess meðal bestu hljómsveitarverka tónskáldsins.

Páll Ragnar Pálsson stundaði framhaldsnám í tónsmíðum í Eistlandi og strengjaverkið Yfirráðandi kyrrð var frumflutt af Kammersveitinni í Tallin og vakti þar mikla hrifningu. Í kjölfarið var verkið tilneft til alþjóðlegu Rostum-verðlaunanna.


Miðaverð er sem hér segir:

A

7.300 kr.

B

5.900 kr.

C

4.500 kr.

D

2.900 kr.

X

8.700 kr.