Tónlist

Skálmöld í Eldborg
Verð
5.990 - 12.990 kr
Næsti viðburður
föstudagur 28. október - 20:00
Salur
Eldborg
Skálmöld – Börn Loka 10 ára
BÖRN LOKA – 10 ÁRA AFMÆLISTÓNLEIKAR
Skálmöld fagnar því að nú eru liðin 10 ár frá því að önnur plata sveitarinnar, BÖRN LOKA, kom út. Skálmöld hafði þá þegar slegið í gegn en með þessari útgáfu festi bandið sig í sessi sem einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs 21. aldarinnar. Platan fékk stórkostlega dóma á sínum tíma og stór partur laga hennar hljóma á hverjum einustu tónleikum Skálmaldar.
Til þess að fagna afmælisbarninu blásum við til tónleika í Eldborg, salnum sem Skálmöld hefur í tvígang þanið með Sinfóníuhljómveit Íslands. Á efnisskránni verður öll platan í heild sinni ásamt úrvalin annarra laga, allt flutt af þeim sexmenningum sem mannað hafa Skálmöld frá upphafi. Öllu verður tjaldað til, tónleikarnir í frásagnarstíl, viðhafnarútsetningar með dyggri aðstoð gestaleikara á sviði og hinn stórglæsilegi tónleikasalur nýttur til síns ítrasta.
Það er ekkert sem jafnast á við Skálmöld í Eldborg.
Miðaverð er sem hér segir:
A
11.990 kr.
B
9.990 kr.
C
7.990 kr.
D
5.990 kr.
X
12.990 kr.
Dagskrá
Eldborg
Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.

Hápunktar í Hörpu