Tónlist, Jazz

Stór­sveit Reykja­víkur - 30 ára afmæli með Maríu Schneider

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

0 - 8.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 18. september - 20:00

Salur

Eldborg

Stórsveit Reykjavíkur fagnar 30 ára afmæli með stórtónleikum í Eldborg 18. september kl 20. Stjórnandi á afmælistónleikunum verður Maria Schneider frá New York, ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins um þessar mundir og margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Flutt verður úrval spennandi verka eftir hana. Gagnrýnendur hafa kallað tónlist Mariu Schneider „töfrum gædda“ „hafna yfir landamæri tónlistarstíla“ og „ómótstæðilega fagra“. Þó að Maria Schneider hafi einkum helgað krafta sína stórsveitaskrifum hefur hún einnig komið að klassískri tónlist og unnið með poppgoðinu David Bowie svo eitthvað sé nefnt. Maria Schneider hefur hlotið Grammy verðlaunin sjö sinnum og 14 tilnefningar.  Hún hefur hlotið mikinn fjölda verðlauna jazztímarita og samtaka, auk heiðursdoktorsgráðu frá University of Minnesota. 

Á þriggja áratuga ferli hefur Stórsveit Reykjavíkur haldið vel á þriðja hundrað tónleika og gefið út 10 geisladiska. Fjölmargir gestastjórnendur hafa starfað með sveitinni í gegnum árin, bæði erlendir og innlendir. Úr hóp erlendra gesta má nefna stjörnur á borð við Bob Mintzer, Frank Foster og Bill Holman. Sveitin hefur lagt sig eftir fjölbreyttu verkefnavali; frumflutt mikið af nýrri íslenskri tónlist, leikið sögulega mikilvæga stórsveitatónlist, leikið fyrir börn og átt samstarf við fjölmarga aðilia af sviði íslenskrar popptónlistar. Sveitin hefur margsinnis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin.

Maria Schneider er ein af mest spennandi röddum tónlistarheimsins í dag.


Viðburðahaldari

Stórsveit Reykjavíkur

Miðaverð er sem hér segir:

A

7.500 kr.

B

6.500 kr.

C

0 kr.

D

4.500 kr.

X

8.500 kr.

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu þar sem öll hönnun og útfærsla skapar glæsilega umgjörð. Salurinn tekur allt að 1600 manns í sæti. Í Hörpuhorni, við glerhjúpinn á annarri hæð, er unnt að vera með standandi kaffiveitingar eða móttökur tengdar Eldborg.