Tónlist, Klassík, Börn og Fjölskyldan

Undur jarðar á Menningarnótt – Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 20. ágúst - 15:00
Salur
Eldborg.
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljómsveitarstjóri
Kornilios Michailidis
Kynnir
Sævar Helgi
Bragason
Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvenna tónleika, þar sem aðgangur er ókeypis. Hægt er að sækja miða á sinfonia.is eða í miðasöu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 11.00. Öll eru velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Í Eldborg kl. 15 verður haldið í magnað ferðalag í tali og tónum þar sem undur veraldar eru meginstefið. Gestir fá að kynnast töfrum jarðar og alheimsins undir leiðsögn StjörnuSævars og hlýða á stórbrotin og litrík tónverk sem skírskota til fyrirbæra úr náttúrunni. Haldið verður aftur í tímann þegar jörðin varð til og litið á eld og ís, höf og eyðimerkur, veðrið, lífið sjálft og hvernig við tengjumst þessu öllu. Meðal annars hljóma verk eftir Richard Strauss, John Williams og Wolfgang Amadeus Mozart. Sævar Helgi er landsþekktur fyrir þekkingu sína og ástríðu fyrir himingeimnum.
Miðaverð er sem hér segir:
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 20. ágúst - 15:00
Hápunktar í Hörpu