Tónlist, Klassík, Sígild og samtímatónlist, Ókeypis viðburður

Velkomin heim : Steiney Sigurð­ar­dóttir selló­leikari

Verð

0 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 17. júlí - 16:00

Salur

Hörpuhorn

Á öðrum tónleikum sumarsins í röðinni Velkomin heim er komið að Steineyju Sigurðardóttur sellóleikara.

Steiney leikur fjölbreytta efnisskrá á tónleikum í Hörpu. Hljóma mun einleikssvíta nr. 2 eftir Bach, Solitaire eftir Hafliða Hallgrímsson ásamt hárómantísku tríói Brahms fyrir píanó, selló og klarínett op. 114. Með Steineyju leika Mathias Susaas Halvorsen píanóleikari og Finn Schofield klarínettuleikari.

Tónleikaröðin Velkomin heim býður ungt tónlistarfólk úr röðum klassískra og jasstónlistarmanna velkomið heim þegar það lýkur námi erlendis. Tónleikaröðin er samstarfsverkefni FÍT-klassískrar deildar FÍH, FÍH og Hörpu. Tónleikaröðin er styrkt af Ýli tónlistarsjóði, Menningarsjóði FÍH -og Tónlistarsjóði.

Um listamanninn
Steiney Sigurðardóttir er fædd árið 1996. Hún hóf sellónám 5 ára gömul hjá Örnólfi Kristjánssyni og var nemandi hans í átta ár við Suzuki tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk framhaldsprófi vorið 2012 undir handleiðslu Gunnars Kvaran, aðeins 16 ára gömul. Frá áramótum 2013 til ársins 2015 var hún nemandi Sigurgeirs Agnarssonar við Listaháskóla Íslands og við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem hún útskrifaðist með burtfararpróf. Steiney hlaut styrk Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur og fyrir burtfararpróf sitt.

Hún hóf nám 2016 í Tónlistarháskólanum í Trossingen þar sem hún lærði í fjögur ár undir handleiðslu Prof. Francis Gouton. Steiney hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún leikur einnig með ýmsum kammerhópum og vann til að mynda til verðlauna í P2 Kammermúsík keppninni 2020 í Kaupmannahöfn með Veru Panitch í hópnum þeirra, Dúó Eddu. Steiney var valin bjartasta vonin í sígildri og samtímatónlist á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2020 auk þess að hljóta styrk Léonie Sonning fyrir ungt tónlistarfólk 2021. Síðan 2019 hefur Steiney starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem hún gegnir stöðu staðgengils leiðara.

Miðaverð er sem hér segir:

A

0 kr.

Dagskrá

sunnudagur 17. júlí - 16:00