
Verslun og veitingastaðir

Harpa er miðstöð menningar og mannlífs í hjarta miðborgarinnar og þar er að finna fjölbreytta þjónustu, veitingastaði og verslun. Velkomin í Hörpu.
Hnoss er nafn á nýjum veitingastað sem hefur opnað á jarðhæð. Hugmyndafræðin á bak við Hnoss er að skapa vettvang fyrir matarmenningu sem slær í takt við Hörpu. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni, gæði og góða þjónustu. Staðurinn er opinn alla daga frá kl. 10:00-18:00 og lengur í tengslum við viðburði.
La Primavera Restaurant hefur opnað veitingastað á 4.hæð í Hörpu þar sem Kolabrautin var áður, en viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á þessu einstaka rými. Staðurinn er opinn öll fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld.
BÓKA BORÐ Á LA PRIMAVERA Í HÖRPU
Rammagerðin hefur nú opnað nýtt og glæsilegt verslunarrými á jarðhæð hússins. Basalt Arkitektar sáu um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými.
Listval hefur komið sér fyrir í fallegu rými við aðalinngang á jarðhæð Hörpu. Ætlunin er að skapa rýminu fallega og fágaða umgjörð í formi myndlistarsýninga og gallerís og veita gestum eftirminnilega upplifun og innsýn í það sem íslensk myndlist hefur uppá að bjóða Gestir geta fengið ráðgjöf við val á verkum, fræðst um íslenska myndlist og skoðað bækur um myndlist. Listval verður einnig með viðburðadagskrá með uppákomum þar sem nýjum útgáfum og verkum verður fagnað.
Myndir









