Tónlist, Sígild og samtímatónlist

Von í myrkri – Rann­veig Marta Sarc og Mathias Halvorsen á Sígildum sunnu­dögum

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 2. október - 16:00

Salur

Norðurljós

Tilfinningaþrungin tónlist frá ólgandi tímum. Á þessum tónleikum heyrist frumflutningur á verki eftir Iván Enrique Rodríguez sem samið var fyrir Rannveigu í byrjun heimsfaraldursins ásamt verkum eftir Janácek, Eleanor Alberga og Schumann. Verkin eiga það sameiginlegt að vera átakamikil og full örvæntingar en búa samt yfir óvenjulegri fegurð. Alltaf glittir í vonina í myrkrinu.

Efnisskrá
Leoš Janácek (1854-1928): Sónata fyrir fiðlu og píanó (1914-1915)
Iván Enrique Rodríguez (1990): Latency Denouement (2020), heimsfrumflutningur
Eleanor Alberga (1949): No-Man’s-Land Lullaby (1996), frumflutningur á Íslandi
Robert Schumann (1810-1856): Sónata fyrir fiðlu og píanó nr. 2 í d-moll, Op.121 (1851)

Tónleikarnir eru um 2 klstundir að lengd, með hléi. Almennt miðaverð kr. 3500, en eldri borgurum, öryrkjum og nemendum býðst miðinn á kr. 3000 í miðasölu Hörpu og síma 528 5050.

Flytjendur
Rannveig Marta Sarc, fiðla
Mathias Halvorsen, píanó

Rannveig Marta Sarc var valin Bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Hún fæddist í Slóveníu og hóf fiðlunám 4 ára gömul en 11 ára flutti hún til Íslands og gerðist nemandi Lilju Hjaltadóttur. Hún lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur, Ara Þórs Vilhjálmssonar og sótti víólutíma hjá Þórunni Ósk Marinósdóttur. Rannveig nam við The Juilliard School í New York og lauk þaðan bakkalár- og meistaraprófi með styrk frá The Kovner Fellowship.

Rannveig hefur verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Slóvensku filharmóníunni, Bacau “Mihail Jora” filharmóníunni, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins (Ungfóníu), Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík og Orchestra matutina. Á vettfangi kammertónlistar hefur hún komið fram á tónlistarhátíðum í Ravinia, Prussia Cove, Aspen og NEXUS Chamber Music Chicago. Hún er meðlimur í Kammersveitinni Elju, New York Classical Players og spilar reglulega í Chicago sinfóníuhljómsveitinni.

Rannveig hefur hlotið styrki úr minningarsjóðum Jean-Pierre Jacquillat og Kristjáns Eldjárns, tónlistarsjóðum Rótarý, Valitor og American Scandinavian Society. Hún hlaut Luminarts Classical Strings Fellowship og fyrstu verðlaun “Nerenberg Award” frá Musicians Club of Women í Chicago.

Rannveig er ötull flytjandi samtímatónlistar. Sem meðlimur Dúó Freyju gaf hún út plötu með sex dúettum fyrir fiðlu og víólu eftir íslenskar konur og var hópurinn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022.

Mathias Halvorsen (fæddur 1988) býr í Reykjavík með fjölskyldu sinni. Hann kemur reglulega fram á tónleikum, jafnt kammertónleikum sem einleikstónleikum og fæst jafnframt við tónsmíðar (sjá www.mathiashalvorsen.com). Hann lærði hjá prof. Jiri Hlinka (2006-2010) í Ósló og með prof. Gerald Fauth (2011 – 2013) í Leipzig. 

Viðburðahaldari

Rannveig Marta Sarc

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.