annað, sviðslist, sýning

12 lokalög - Lista­hátíð í Reykjavík

Verð

0 kr

Næsti viðburður

laugardagur 15. júní - 12:00

Salur

Norðurljós

12 lokalög er umfangsmesta verkefni Listahátíðar í ár enda stíga þar rúmlega þrjátíu manns á svið. Þau eru ekki leikarar heldur vinnandi fólk úr íslensku samfélagi. Allt frá hádegi til miðnættis mætir alls konar fólk á vakt, sinnir sínum störfum, segir okkur frá vinnunni og sjálfu sér um leið. Málari málar vegg, söngvari tekur lagið, stjörnufræðingur segir frá lögmálum himingeimsins, ljósmóðir leiðir okkur í allan sannleika um fæðingu nýs lífs …

Í þessu óvenjulega, stórskemmtilega og áhrifaríka verki býðst okkur að upplifa fjölbreytta mannlífsflóru Íslands í dag, hitta fólk sem verður ekki endilega á leið okkar í hvunndeginum, velta fyrir okkur tímanum og tilverunni og skyggnast inn um ótal margar dyr sem oftast standa okkur lokaðar.

Hinn rómaði sviðslistahópur Quarantine á sér bækistöðvar í Manchester en hefur ferðast víða með sýningar sínar sem eiga það sameiginlegt að draga fram óvæntar hliðar á manneskjunni. 12 lokasöngvar hafa hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda.

Sýningin stendur yfir í 12 tíma, aðgangur er ókeypis og áhorfendum er frjálst að koma og fara að vild. Sýningin er unnin í samstarfi við Hörpu.

Eftir: Quarantine
??Hugmynd & leikstjórn: Richard Gregory
Sviðshönnun: Simon Banham
Ljósahönnun: Mike Brookes
Listakona & aðstoðarleikstjóri: Sarah Hunter
Stafræn list: Lowri Evans & Lisa Mattocks
Spurningahöfundar: Sarah Hunter, Leentje Van de Cruys & Quarantine
Dramatúrgía: Renny O’Shea, Sarah Hunter & Leentje Van de Cruys
Flytjendur: Ilmur Kristjánsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Kate Daley, Unnsteinn Manúel Stefánsson

LISTAFÓLK
Quarantine (UK)

TÍMASETNING
Sýningin stendur yfir frá tólf á hádegi til miðnættis. Gestum er frjálst að koma og fara að vild á þeim tíma.

Ókeypis aðgangur og öll velkomin 


Viðburðahaldari

Listahátíð í Reykjavík

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

laugardagur 15. júní - 12:00

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.