jazz og blús, múlinn, tónlist

Richard Sears Sextett - Múlinn jazz­klúbbur

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

miðvikudagur 1. maí - 20:00

Salur

Björtuloft

Eiríkur Orri Ólafsson, trompet
Haukur Gröndal, saxófónn og klarinett
Ólafur Jónson, saxófónn
Richard Sears, píanó
Nicholas Moreaux, bassi
Scott McLemore, trommur

Píanóleikarinn Richard Sears, nú búsettur í París en fæddur í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir framúrskarandi píanóleik og metnaðarfullar lagsmíðar. Á tónleikunum  kynnir hann "Altadena" svítu sína fyrir sextett, sem Los Angeles Jazz Society pantaði árið 2013 til að heiðra hinn virta jazz trommuleikara "Tootie" Heath. Tootie, þekktur fyrir samstarf sitt við djassrisa eins og John Coltrane og Sonny Rollins, hafði mikil áhrif á Sears á fyrstu árum hans í jazzsenunni í Los Angeles. Altadena svítan eftir Sears miðar að því að varpa ljósi á minna kannaðan þátt í tónlistartjáningu Tootie. Þó að Tootie sé viðurkenndur sem had-bop trommuleikari, eyddi hann umtalsverðum hluta af seinni hluta sjöunda og áttunda áratugarins í tilraunir með ævintýralegri hljóð ásamt tónlistarmönnum eins og Don Cherry og Yusef Lateef. Altadena svíta Sears vísar til þessa þáttar tónlistar Tootie. Í tilefni þess endurskoðar Sears, ásamt nokkrum af bestu tónlistarmönnum Íslands, þessa tónlist ásamt því að  flytja nýleg og áður óútgefin frumsamin tónverk hans. Sears hefur undanfarinn áratug komið fram með nokkrum af stærstu nöfnum jazzins, þar á meðal Chick Corea, Joshua Redman, Eric Revis og Billy Hart kvartett ásamt Mark Turner og Ben Street.


Viðburðahaldari

Múlinn Jazzklúbbur

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.

Björtuloft

Björtuloft eru glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur, móttökur, einkasamkvæmi og fundi. Salurinn er á tveimur hæðum með stórbrotnu útsýni yfir borgina. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir með útsýni yfir höfnina.