hátíðir, listahátíð, tónlist

DAGA­DANA - Lista­hátíð í Reykjavík

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

4.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 2. júní - 20:00

Salur

Norðurljós

Síðustu fimmtán árin hefur hljómsveitin DAGADANA ferðast um heiminn og heillað áheyrendur jafnt sem gagnrýnendur. Þessi gleðiríka og grúví sveit kafar ofan í pólska og úkraínska menningu og vefur slavneska þjóðlagatónlist saman við allar mögulegar tónlistarstefnur.

DAGADANA vilja stuðla að því að fólk hvarvetna að úr heiminum geti komið saman og deilt tónlist sinni og list - þau sjá sig sem tónlistarsendiherra sem hlúa að gagnkvæmum skilningi milli Póllands og Úkraínu, nágrannalanda sem eiga sér mikið sameiginlegt mál- og menningarlega en eru þó að mörgu leyti ólík. Starf hljómsveitarinnar hefur öðlast aukið vægi eftir innrás Rússa í Úkraínu. Sífelld tilraunastarfsemi sveitarinnar gefur tilefni til bjartsýni - tónlistin getur komið okkur á óvart, snert við okkur og opnað augu.

DAGADANA hafa komið fram í marokkóskri eyðimörk, í Forboðnu borginni í Kína og á Glastonbury-hátíðinni - og nú í Reykjavík! Tónleikar hljómsveitarinnar verða sannkallaður suðupottur menningarheima með sérstökum innlendum gestum.

Söngur og rafhljóðfæri: Daga Gregorowicz
Söngur, píanó og hljómborð: Dana Vynnytska
Kontrabassi, bassagítar, fiða, hljóðgervill og söngur: Mikolaj Pospieszalski
Trommur, slagverk og söngur: Bartosz Mikolaj Nazaruk
Sérstakir gestir: Háskólakórinn (Gunnsteinn Ókafsson) og Chris Foster, langspil. 

Lengd tónleika er 70 mínútur

Viðburðahaldari

Listahátíð í Reykjavík

Miðaverð er sem hér segir:

A

4.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.