dans

Dans - spuna innsetning í Hörpu­horni

Verð

0 kr

Næsti viðburður

föstudagur 31. maí - 17:00

Salur

Hörpuhorn

Þann 31. maí stendur Íris Ásmundar dansari fyrir dans-spuna innsetningu í Hörpuhorni. Með henni mun Úlfur Þórarinsson hljóðfæraleikari leika á hörpu, og saman kanna þau áhrif tónlistar á hreyfingu og hreyfingar á tónlist. Innsetningin er einskonar samtal listamannanna tveggja, þar sem í spunanum þau taka innblástur frá listformi hvors annars í sambland við fyrirfram ákveðnar tilfinningar og hugmyndir sem þau hafa unnið og þróað saman við æfingar. Hörpuhjúpur mun ramma inn sýninguna í Hörpuhorni með sínum björtu eiginleikum og fallegu hönnun, og mun einnig spila hlutverk í innblæstri innsetningarinnar.

Innsetningin hefst kl. 17, er opin öllum og aðgangur er ókeypis. Sýningin mun standa í rúma klukkustund og hver spunaþáttur varir í um 10 mínútur. Áhorfendum er því frjálst að koma og fara að vild á leið sinni um Hörpu. 

Íris er útskrifaður dansari frá Rambert School of Ballet and Contemporary Dance, og hefur eftir útskrift tekið þátt í hinum ýmsu dansverkefnum, ásamt því að dansa með austurríska dansflokknum Tanz Company Gervasi.


Viðburðahaldari

Íris Ásmundardóttir

Miðaverð er sem hér segir:

Dagskrá

föstudagur 31. maí - 17:00