Fjölskyldudagskrá Hörpu, Menningarnótt, Ókeypis viðburður, Reykjavík Culture Night
Verð
0 kr
Næsti viðburður
laugardagur 23. ágúst - 13:00
Salur
Harpa
Á Menningarnótt bjóða ÞYKJÓ og tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir börnum og fjölskyldum að kanna undraverðan heim dýratóna með sér. Viðburðurinn fer fram í Vísu, á jarðhæð Hörpu.
Hvar: Í Vísu
Hvenær: 23. ágúst
13:00 - 13:15 | 13:20 - 13:35 | 13.40 - 13:55 | 14:00 - 14:15 | 14:20 - 14:35 | 14:40 - 14:55 | 15:30 - 15:45 | 15:50 - 16:05 | 16:10 - 16:25 | 16:30 - 16:45 | 16:50 - 17:05
Fyrir hverja: Börn og fjölskyldur
Gestir geta notið viðburðarins óháð móðurmáli
Aðgangur ókeypis.
Viðburðurinn er liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.
---
Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið liggið úti í grænu grasi. Sólin skín á andlitið og fuglarnir tísta. Lóan syngur dirrindí, Krumminn krunkar og Hrossagaukurinn stingur sér niður í háloftunum. Krybbur dansa á milli stráa. Humlurnar flögra á milli blóma. Hlý golan leikur um okkur. Við setjumst upp og horfum út á hafið. Heyriði hvalina syngja?
Má bjóða ykkur að spila á fuglahljóðin, búa til takta úr engisprettum og heyra hvernig hvalir hljóma ofan í sjónum? Eða viljið þið jafnvel koma inn og slaka á í fallegum hljóðheimi dýra og barna?
Komið og takið þátt í dýratónum, þar sem fuglar, skordýr, hvalir og börn sameinast.
Viðburðurinn fer fram í Vísu á jarðhæð Hörpu og er samstarfsverkefni við ÞYKJÓ, þverfaglegt verkefni á sviði upplifunarhönnunar fyrir börn.
Aðgangur ókeypis - skráning óþörf. Opnað er inn í Vísu á um það bil 20 mínútna fresti.
Sóley Stefánsdóttir stundaði nám í píanóleik frá unga aldri. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 þar sem hún lærði nýmiðlatónsmíðar. Hún hefur gefið út fjórar breiðskífur ásamt nokkrum stuttskífum. Hún hefur flutt tónlist sína á tónleikum um allan heim og og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir leikhús. Sóley hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Kraumsverðlaunin og hlaut árið 2022 tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir plötuna Mother Melancholia (2021).
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir.
ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlauna Íslands árið 2024 fyrir verkefnið Börnin að borðinu. Hópurinn hlaut tilnefningu til sömu verðlauna í tvígang, árið 2021 og 2022 auk tilnefningar til alþjóðlegu YAM verðlaunanna. Á Hönnunarmars 2025 kom út Saga um Þykjó, bók sem dregur upp litríka mósaíkmynd af hönnunarferli og hugmyndafræði ÞYKJÓ hönnunarteymisins. Þykjó á veg og vanda að hönnun upplifunarrýmisins Hljóðhimna sem voru opnaðir á tíu ára afmæli Hörpu, 2021.
Viðburðahaldari
Harpa
Miðaverð er sem hér segir
A
0 kr.
Dagskrá
laugardagur 23. ágúst - 13:00
Næstu viðburðir í Harpa