klassík, sígild og samtímatónlist, tónlist

Korda Samfónía - Sann­leik­urinn býr inn á milli

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.000 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 2. júní - 19:30

Salur

Silfurberg

"...Sannleikurinn fæðist ekki né er hann að finna inni í höfði einstaklings, hann er fæddur á milli fólks sem leitar sameiginlega að sannleika, í samskiptum sínum og samræðum."
? Bakhtin M.M.

Á þremur starfsárum hefur Korda Samfónía orðið að þekktum og reglulegum lið í íslensku tónlistarlífi. Árlegir tónleikar hljómsveitarinnar hafa fengið frábæra dóma, m.a. gaf Jónas Sen fyrstu tónleikum Kordu Samfóníu í Elborg 2021 fjórar stjörnur og segir: ´Virkni beirra sem kljást vid kulnun og við ýmisskonar krísur vó þyngst hér, og úkoman var ótrúlega fögur.´  ( Jónas Sen, Fréttablaðið maí 2021). Arndís Björk Ásgeirsdóttir skrifaði fyrir Heimildina um síðustu tónleika Kordu í Silfurbergi í maí 2023: ´ ´Korda Samfónia er stórkostlegt verkefni þar sem sannað er að fátt er eins mannbætandi og tónlist og sköpun. Megi hún halda áfram ad vaxa og dafna.´ (Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Heimilding maí 2023)

Korda Samfónía var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir debut tónleikana sína 2022 og fékk hvatningarverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna á degi íslenskrar tónlistar 1. Des 2023 fyrir að nýta tónlist og miðla henni á skapandi máta til að efla fólk til frekari virkni í samfélaginu.

Tónlist Kordu Samfóníu er áhrifarík og kraftmikil, samin af hljómsveitarmeðlimum í sameiningu, en hljómsveitarmeðlimir eru nemendur Listaháskóla Íslands og fólk á mismunandi stöðum í endurhæfingu eftir lífsbreytandi áföll og heilsubrest.

Korda einkennist af jafnrétti, vingjarnlegu, stuðningsríku og skapandi andrúmslofti þar sem fólk vinnur saman, skapar, lærir, styrkist og vex.

Korda er samstarfsverkefni MetamorPhonics, Listaháskóla Íslands, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, Hörpu og starfsendurhæfingamiðstöðvum víðsvegar um landið. Verkefnið er styrkt af Borgarsjóði, Styrktarsjóði geðheilbrigðis, Lýðheilsusjóði og Tónlistarsjóði.

Listrænn stjórnandi er Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths.


Viðburðahaldari

MetamorPhonics

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.000 kr.

Silfurberg

Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er tilvalinn fyrir hvers kyns viðburði, veislur, sýningar eða tónleika.