sígild og samtímatónlist, tónlist

Ljúfsár kvöl í 400 ár – þrjár kynslóðir tónskálda

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

3.900 kr

Næsti viðburður

mánudagur 20. maí - 20:00

Salur

Kaldalón

Ljúfsár kvöl í 400 ár – þrjár kynslóðir tónskálda

Sögusviðið er Ítalía á fyrstu áratugum 17. aldar. Á þessum tíma voru nýjar og spennandi hugmyndir að ryðja sér til rúms í ítölsku tónlistarlífi, en einn brautryðjendanna var Claudio Monteverdi frá norður-ítölsku borginni Cremona. Verk hans urðu uppspretta ritdeilna vegna djarfrar notkunar á ómstríðum tónum, en í tónlist hans þurftu reglur kontrapunktsins stundum að lúta í lægra haldi fyrir þeim ástríðum sem textinn átti að tjá. Einn nemenda Monteverdis var óperutónskáldið Francesco Cavalli, sem naut mikilla vinsælda í Feneyjum um miðja 17. öld, en sum verka hans voru einnig flutt í París á æskuárum Lúðvíks fjórtánda. Cavalli kenndi svo feneysku söngkonunni Barböru Strozzi, sem hóf feril sinn 16 ára gömul á stofutónleikum í húsi fósturföður síns og tók síðar virkan þátt í fundum menntamannahópsins sem hann stofnaði, Accademia degli Unisoni. Eftir hana liggja þó nokkur söfn söngtónlistar sem birtust á prenti milli 1644 og 1664, fyrst og fremst fyrir einsöngsrödd með continuo-undirleik. Á tónleikunum hljóma verk eftir þessi þrjú tónskáld og við leitumst við að rannsaka hvernig tónlistarstefna berst frá kennara til nemanda en breytist einnig með hverju nýju tónskáldi. Titill tónleikanna er innblásinn af hinu fræga lagi Si dolce è´l tormento eftir Claudio Monteverdi, en í ár eru liðin 400 ár frá því að það birtist á prenti.

Ensemble Elegos samanstendur af ungum tónlistarmönnum sem hafa menntað sig í upprunaflutningi. Ítalski tenórinn Enrico Busia er sérlega reyndur í flutningi snemmbarokktónlistar frá heimalandi sínu, en Sólveig Thoroddsen og Sergio Coto Blanco eru sérhæfð í plokkuðum strengjahljóðfærum fyrri alda. Leikið er á endurgerðir af gömlum hljóðfærum.

Efnisskrá: valin verk eftir Claudio Monteverdi, Francesco Cavalli, Barböru Strozzi, Girolamo Frescobaldi og Angelo Michele Bartolotti

Ensemble Elegos:
Enrico Busia tenór
Sólveig Thoroddsen barokkharpa
Sergio Coto Blancoteorba og barokkgítar

Viðburðahaldari

Ensemble Elegos

Miðaverð er sem hér segir:

A

3.900 kr.