klassík, sígild og samtímatónlist, tónlist

Metaxis - Lista­hátíð í Reykjavík - Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Verð

-

Næsti viðburður

laugardagur 1. júní - 16:00

Salur

Harpa

EFNISSKRÁ
Anna Þorvaldsdóttir METAXIS (heimsfrumflutningur)

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen
AÐSTOÐARHLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ross Jamie Collins

METAXIS er heitið á nýju verki Önnu Þorvaldsdóttur þar sem sem alrými sjálfrar Hörpu er í burðarhlutverki, en tónskáldið lýsir verkinu sem innsetningu fyrir tvístraða hljómsveit og rými. Í METAXIS er hljómsveitinni skipt upp í nokkra misstóra hljóðfærahópa og koma þeir sér fyrir á mismunandi stöðum í hinu opna rými þessa margbrotna tónlistarhúss. Áheyrendum gefst einstakt tækifæri til að kanna tónlistina á virkan hátt út frá ólíkum sjónarhornum með því að ganga um og finna hvernig upplifun tónlistarinnar breytist við hvert fótmál.

Þannig kemst hver og einn hlustandi í einstakt samband við grundvallaratriði tónlistar Önnu: Lagskiptingu hennar, flæði tónefnisins og enduróm rýmisins. Hljóðfæraleikararnir dreifast um ólíkar hæðir hússins og blandast með margvíslegum hætti, svo úr verður hrífandi hljóðheimur með margbrotna áferð. Hljómsveitarstjóri er Eva Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Frumflutningur METAXIS er hluti af opnunarhátíð Listahátíðar í Reykjavík 2024 og samstarfsverkefni hátíðarinnar, Hörpu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Verkið tekur um hálftíma í flutningi og verður flutt í heild sinni kl. 16:00 og kl. 17:00.

Aðgangur er ókeypis en bóka þarf aðgöngumiða. Opnað verður fyrir bókanir þann 20. maí.


Viðburðahaldari

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Miðaverð er sem hér segir:

A

-

Dagskrá

laugardagur 1. júní - 16:00

laugardagur 1. júní - 17:00