börn og fjölskyldan, sígildir sunnudagar, tónlist

Sígildir sunnu­dagar: Karnival dýranna

Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða
Kaupa miða

Verð

1.000 - 2.500 kr

Næsti viðburður

sunnudagur 12. maí - 16:00

Salur

Norðurljós

Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns í flutningi Kammersveitar Reykjavíkur.

Karnival dýranna, hið ástsæla verk allrar fjölskyldunnar, samanstendur af 14 stuttum köflum sem allir lýsa mismunandi dýrum í tónum. Tónlistin er bæði grípandi og uppfull af músíkölskum bröndurum og kynnir auk þess helstu tónlistarhugtök auk mismunandi eiginleika og karakter hljóðfæranna.

Hinn magnaði sagnameistari Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun leiða tónleikagesti inn í sprúðlandi heim tónlistarinnar og dýranna og flytja skemmtileg ljóð sem Þórarinn Eldjárn hefur samið í kringum tónverkið. Líflegar myndskreytingar Kristínar Maríu Ingimarsdóttur af þessum skemmtilegu undrum dýrafræðinnar frá svani til fíls fá njóta sín á stórum skjá og á grímum sem öll börnin fá í hendur fyrir tónleikana.

Verkið verður flutt í upprunalegri mynd sinni fyrir tvö píanó og kammersveit. Auk þess hljómar Mars skylmingameistaranna eftir Julius Fucík og vel getur verið að valsandi köttur eftir Leroy Anderson í útsetningu Hrafnkels Orra Egilssonar laumi sér á efnisskrána.

Tónleikarnir vara í um 40 mínútur og eru miðaðir við 4-12 ára börn og aðstandendur þeirra.

Miðaverð er sem hér segir: Börn innan við 12 ára: 1000 kr, fullorðnir 2.500 kr.

Viðburðahaldari

Kammersveit Reykjavíkur

Miðaverð er sem hér segir:

A

2.500 kr.

Norðurljós

Þessi einstaki og fallegi salur á annarri hæð Hörpu hentar vel fyrir tónleika, ráðstefnur, sýningar, árshátíðir og hvers kyns mannamót.