Börn og Fjölskyldan, Leikhús, Sýning

Event poster

Karíus og Bak­tus

Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket
Buy ticket

Price

4.750 kr

Period

30th March - 11th May

Venue

Kaldalón

Karíus og Baktus

Tanntröllin Karíus og Baktus lifa sannkölluðu sældarlífi í munninum á drengnum Jens. Enda notar hann tannburstann lítið sem ekkert og vill helst gæða sér á allskyns sætindum sem Karíus og Baktus kunna svo sannarlega að meta. Félagarnir hreiðra um sig í tönnunum og ræða framtíðardrauma um byggingaframkvæmdir í munninum. En þegar þeir gerast of aðgangsharðir verður Jens að fara til tannlæknis sem setur framkvæmdirnar í uppnám og félagarnir þurfa að leita á nýjar slóðir.

Karíus og Baktus er sígilt ævintýri eftir Thorbjörn Egner. Sagan kom fyrst út á bók árið 1949 og síðan þá hafa þessir litlu prakkarar notið mikilla vinsælda meðal barna víða um heiminn.

Nú má sjá þessa sígildu prakkara í fallegu leikhúsi sem sett hefur verið upp í Kaldalóni í Hörpu en það er miklu skemmtilegra að kíkja á þá þar en að hafa þá í munninum á sér. Karíus og Baktus er hress og skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa og er tilvalin fyrir unga krakka sem eru að kynnast töfrum leikhússins í fyrsta skipti.

Sýningin er um 45 mínútur að lengd og án hlés. 

Leikarar: Albert Halldórsson og Snædís Lilja Ingvarsdóttir

Leikstjórn: Sara Marti og Agnes Wild
Leikmynd og búningar: Steinunn Marta Önnudóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson
Myndband: Steinar Júlíusson
Leikmunir: Eva Björg Harðardóttir
Sýningarleyrsla: Óðinn Ragnarsson
Framleiðslustjórn: Jón Þ. Kristjansson





Promoter

Daldrandi

Ticket prices are

A

4.750 kr.

What's on

Kaldalón

Kaldalón auditorium is especially well suited for all types of music, as well as for smaller conferences, meetings and lectures.

an empty auditorium with rows of seats and stairs leading up to the stage .

Upcoming events in Kaldalón