20th December 2022
Anne-Sophie Mutter
fer fögrum orðum um Víking Heiðar og Hörpu í viðtali við Morgunblaðið.
Anne-Sophie Mutter fór fögrum orðum um bæði Víking Heiðar og Hörpu í viðtali við Morgunblaðið sem birtist um helgina og þá rifjaði hún einnig upp síðustu heimsókn sína til Íslands 1985:
„Ég á ljúfar minningar frá þeirri heimsókn, þetta stórbrotna landslag, gómsætur fiskur og mjög ástríðufullir áheyrendur. Ég er líka mjög spennt að spila í nýju tónleikahöllinni ykkar enda hafa kollegar mínir verið duglegir að dásama hana í mín eyru á umliðnum árum. Segja hana ekkert minna en stórkostlega. Við þetta bætist að ég hef bæði kynnst og dáðst að Víkingi undanfarin þrjú ár eða svo og hann hefur fært mig nær landinu ykkar.“
Hér eru tvær fréttir af mbl úr greininni.
Heimurinn á að gleðjast yfir Víkingi
Anne-Sophie Mutter er heimsþekktur, margfaldur verðlaunahafi og af mörgum talin vera hin óumdeilda drottning fiðlunnar. Mutter hefur um áratugaskeið komið fram í öllum helstu tónlistarhúsum heims og á glæstan feril sem einleikari, lærimeistari og hugsjónamanneskja í heimi klassískrar tónlistar. Anne-Sophie Mutter kemur fram á einstökum tónleikum í Eldborg í Hörpu ásamt The Mutter Virtuosi þann 27. janúar nk.
Nánari upplýsingar og miðakaup.
Fréttir
4th December 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6th November 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
10th September 2024
Coocoo's Nest "brunch takeover" at Hnoss in Harpa
Lucas Keller from Coocoo's Nest and Leifur Kolbeinsson from La Primavera join forces at Hnoss!