20th December 2022

An­ne-Sophie Mut­ter

fer fögrum orðum um Víking Heiðar og Hörpu í viðtali við Morgunblaðið.

Anne-Sophie Mutter fór fögrum orðum um bæði Víking Heiðar og Hörpu í viðtali við Morgunblaðið sem birtist um helgina og þá rifjaði hún einnig upp síðustu heimsókn sína til Íslands 1985:

„Ég á ljúf­ar minn­ing­ar frá þeirri heim­sókn, þetta stór­brotna lands­lag, góm­sæt­ur fisk­ur og mjög ástríðufull­ir áheyr­end­ur. Ég er líka mjög spennt að spila í nýju tón­leika­höll­inni ykk­ar enda hafa koll­eg­ar mín­ir verið dug­leg­ir að dá­sama hana í mín eyru á umliðnum árum. Segja hana ekk­ert minna en stór­kost­lega. Við þetta bæt­ist að ég hef bæði kynnst og dáðst að Vík­ingi und­an­far­in þrjú ár eða svo og hann hef­ur fært mig nær land­inu ykk­ar.“

Hér eru tvær fréttir af mbl úr greininni.

Heimurinn á að gleðjast yfir Víkingi

Svona í gær, hinsegin í dag

Anne-Sophie Mutter er heimsþekktur, margfaldur verðlaunahafi og af mörgum talin vera hin óumdeilda drottning fiðlunnar. Mutter hefur um áratugaskeið komið fram í öllum helstu tónlistarhúsum heims og á glæstan feril sem einleikari, lærimeistari og hugsjónamanneskja í heimi klassískrar tónlistar. Anne-Sophie Mutter kemur fram á einstökum tónleikum í Eldborg í Hörpu ásamt The Mutter Virtuosi þann 27. janúar nk. 

Nánari upplýsingar og miðakaup.

Frét­tir