10th October 2024
Harpa hlýtur viðurkenningu
Jafnvægisvogarinnar 2024
Harpa undirritaði viljayfirlýsingu um Jafnvægisvogina í október 2020 og fól yfirlýsingin í sér að Harpa hét því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar til næstu 5 ára eða til ársins 2025. Tilgangur verkefnisins er að auka jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga á Íslandi og er markmiðið að hlutföllin milli kynja séu 40/60 í framkvæmdastjórnun fyrirtækja á Íslandi.
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, tók í dag á móti viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 sem veitt var í hátíðarsal Háskóla Íslands.
"Við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið í fyrirtækinu frá undirritun viljayfirlýsingarinnar og það felst mikils metin hvatning í því fyrir Hörpu að fá viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar. Metnaður í mannréttindamálum og þar með talin skuldbinding um að stuðla að jafnrétti kynja er lykilatriði í sjálfbærnistefnu okkar. Reglulegar kannanir sýna líka að starfsfólk Hörpu upplifir þá skuldbindingu í verki. Við mælum einnig árlega kynbundinn launamun hjá fyrirtækinu og reyndist hann vera vel innan marka eða 1,2% konum í vil. Við erum því á réttri leið og munum nýta viðurkenninguna til að gera enn betur,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu."
Jafnvægisvogin er mælitæki sem hefur eftirlit með stöðu og þróun kynjajafnréttis í stjórnum og framkvæmdastjórnum og er verkefnið að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir, og að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöður.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA og unnið í samstarfi við Creditinfo, Deloitte, forsætisráðuneytinu, Pipar\TBWA, RÚV, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.
Fréttir
4th December 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6th November 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
10th September 2024
Coocoo's Nest "brunch takeover" at Hnoss in Harpa
Lucas Keller from Coocoo's Nest and Leifur Kolbeinsson from La Primavera join forces at Hnoss!