23rd May 2023
Maxímús á íslensku og íslensku táknmáli
Þann 20. maí var metaðsókn í skoðunarferð og sögustund með Maxímús Musíkus í Hörpu, en í þetta sinn var sagan sögð bæði á íslensku og íslensku táknmáli í fyrsta sinn.

Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar boðið var í fyrsta skiptið upp á skoðunarferð og sögustund með Maxímús Músíkús á íslensku og íslensku táknmáli. Maxi skaut upp kollinum hér og þar en ætlaði aldeilis ekki að láta ná sér!
Kolbrún Völkudóttir steig í fyrsta sinn í spor sögumanns Maxa og leiddi gesti í gegnum viðburðinn á táknmáli við hlið Steinunnar Arinbjarnardóttur og Björgvins Franz Gíslasonar. Sagan Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina var lesin fyrir stóran hóp barna og fjölskyldna sem heilsuðu upp á Maxa vin sinn að sögustund lokinni.
Viðtökurnar á þessum fyrsta Maxímús viðburði á íslensku táknmáli fóru fram úr okkar björtustu vonum og við hlökkum strax til þess að endurtaka leikinn!












Fréttir
4th December 2024
Opnunartími í Hörpu yfir hátíðirnar
Kynntu þér opnunartímana og dagskrána í Hörpu yfir hátíðirnar
6th November 2024
Verðlaunahafar Norðurlandaráðs heimsóttu Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir tók á móti hópi verðlaunahafa Norðurlandaráðs á dögunum.
10th September 2024
Coocoo's Nest "brunch takeover" at Hnoss in Harpa
Lucas Keller from Coocoo's Nest and Leifur Kolbeinsson from La Primavera join forces at Hnoss!