1st March 2024

Up­prásin tilne­fnd

til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Harpa er stolt af tilnefningu Upprásarinnar til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum tónlistarviðburður ársins.

Tónleikaröðin er liður í því að framfylgja dagskrárstefnu Hörpu um bætt aðgengi grasrótar og ungs fólks í öllum tónlistargreinum og auka fjölbreytni viðburðarhalds í Hörpu. Upprásin er á vegum Hörpu í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík og Rás 2.

Til hamingju íbúar Hörpu með tilnefningar; Sinfóníuhljómsveit Íslands í flokknum sígild og samtímatónlist og Stórsveit Reykjavíkur (The Reykjavik Big Band) í flokknum djasstónlist.

Nánar um Upprásina og næstu tónleika.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í Hörpu 12. mars í beinni útsendingu á RÚV. Þar verða, auk þeirra verðlauna sem birtar hafa verið tilnefningar til hér að ofan, veitt heiðursverðlaun, bjartasta vonin útnefnd og tilnefningar til plötuumslags ársins kynntar. Fjöldi tónlistarfólks treður upp og kynnir er Freyr Eyjólfsson.

Frét­tir