Rammagerðin er í glæsilegu verslunarrými á jarðhæð hússins. Basalt Arkitektar sáu um hönnun rýmisins sem er staðsett í austurhlið jarðhæðarinnar. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að skapa vettvang fyrir íslenska hönnuði sem vilja koma á framfæri sinni hönnun í listrænu og lifandi rými.
Reykjavík Recording Orchestra (RRO) hefur aðsetur sitt í Hörpu pg samanstendur af hópi fremstu tónlistarmanna og fagfólks í hljóði. RRO sérhæfir sig í upptökum fyrir kvikmyndir, sjónvarp, leiki, fjölmiðla og tónlist úr ýmsum áttum. Harpa hentar því afar vel fyrir starfsemi RRO enda margverðlaunuð fyrir hljóðvist. RRO hefur á þessu ári einnig unnið að verkefnum fyrir Hans Zimmer fyrir Frozen Planet 2 á vegum BBC, Davið Attenborough, Apple TV, Netflix, Amazon, Decca og Deutsche Grammophon auk íslensku myndarinnar Svar við bréfi Helgu.
115 Security ehf sér um rekstur bílastæðahúss Hörpu. Bílastæðahúsið er með 545 stæðum sem eru opin allan sólarhringinn og þar af eru 13 hleðslustæði. Stæðin eru björt, upphituð og aðgengi er beint inn í Hörpu. Eignaraðild félagsins er eftirfarandi; Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús ohf 77% og Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar 23%.