Sinfón­íu­hljóm­sveit Íslands

Sinfóníuhljómsveitin á góðum degi

Vorið 2011 varð Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús heimili Sinfóníunnar.

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi í 75 ár og heldur um 100 tónleika á hverju starfsári með heimsþekktum stjórnendum og einleikurum, auk þess að vera í samstarfi við listafólk úr öðrum greinum tónlistar.

Sinfónían var stofnuð vorið 1950 og hefur um langt árabil verið í fremstu röð hljómsveita á Norðurlöndum enda fengið afbragðs dóma jafnt fyrir hljóðritanir sínar sem og tónleika heima og erlendis.

Hljómsveitin hljóðritar fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki sem hafa m.a. komið út á vegum Deutsche Grammophon, Sono Luminus, Chandos og BIS. Hljóðritanirnar hafa hlotið fjölda viðurkenninga auk tilnefningar til Grammy-verðlauna fyrir besta hljómsveitardisk.

Finnski stjórnandinn Eva Ollikainen hefur gegnt stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda frá árinu 2020. Osmo Vänskä er heiðursstjórnandi hljómsveitarinnar og Vladimir Ashkenazy er aðalheiðursstjórnandi hennar. Anna Þorvaldsdóttir tók við stöðu staðartónskálds í byrjun árs 2018, en áður hafði Daníel Bjarnason gegnt starfinu til þriggja ára en nú gegna þau stöðu listamanna í samstarfi við hljómsveitina. Ólafur Kjartan Sigurðarsson er staðarlistamaður hljómsveitarinnar starfsárið 2024-25.

Smelltu hér til að skoða vef Sinfóníunnar

Næstu tónleikar