
Ráðstefnur

Matarhátíð, menningarfundur, markaðsráðstefna eða málþing? Þú getur bókað ráðstefnurými af öllum stærðum og gerðum í Hörpu – fyrir öll tilefni.
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun fyrir framúrskarandi aðstöðu til ráðstefnuhalds. Í Hörpu er yfir 6600 m² rými til ráðstefnuhalds og sölum og rýmum má skipta upp eða sameina á óteljandi máta svo húsið geti rúmað allt að 3500 þátttakendur í einu. Salirnir eru fjölnota og gæddir fyrsta flokks hljómburði og tækni.
Í Hörpu færðu persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf til að tryggja vel heppnaðan viðburð.
Silfurberg
Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er á annarri hæð hússins. Silfurberg er sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld. Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem er hljóðeinangraður og rúmar þá hvor salur um sig um 325 gesti í sæti.

Norðurljós
Norðurljós er hin fullkomna umgjörð utan um ýmis konar viðburði. Með sérhönnuðum ljósabúnaði sem hægt er að stilla í ýmsum litbrigðum má búa til þá stemningu sem óskað er eftir í hvert sinn. Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Norðurljós og Silfurberg þannig að mögulegt er að samnýta salina með góðum árangri fyrir stærri viðburði.

Kaldalón
Kaldalón hentar sérstaklega vel fyrir minni tónleika, ráðstefnur, fundi og fyrirlestra. Salurinn er með hallandi sætum og hægt er að sýna myndbönd á stóru sýningartjaldi. Norðurbryggja, fyrir framan Kaldalón, skartar stórkostlegu útsýni yfir smábátahöfnina og hentar afar vel fyrir ýmis konar móttökur og sýningar.

Ríma
Ríma er stærsta fundarherbergi í Hörpu og er staðsett á fyrstu hæð. Herbergið rúmar allt að 100 manns í sæti og hægt að skipta því í tvennt. Fyrir framan Rímu er opna rýmið Flói sem hægt er að nota sem sýningaraðstöðu, fyrir móttöku eða annað þvíumlíkt

Myndagallerí







Tengiliðir

Grímur Þór Vilhjálmsson
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
grimur@harpa.is
661 5898

Hrafnhildur Svansdóttir
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
hrafnhildur@harpa.is
858 1991

Rúnar Freyr Júlíusson
Viðskiptastjóri ráðstefnudeild
Viðskipta- og markaðssvið
runarfreyr@harpa.is
7769650

Ráðstefnudeild
Ráðstefnudeild
radstefnur@harpa.is