
Veislur

Harpa býður upp á sali og rými af öllum stærðum og gerðum sem henta fyrir allar gerðir af veislum.
Veisluþjónusta Hörpu
Veisluþjónusta Hörpu hefur á að skipa stórum hóp starfsfólks með mikla reynslu af veisluhaldi. Hópur sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi og um leið persónulega þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, hagkvæmni og fallega framsetningu. Fjölbreytt úrval af léttvíni, sterku víni og bjór má finna á barnum þar sem barþjónar okkar töfra fram drykki eftir óskum.
Hafðu samband við veisluþjónustu Hörpu og við sérsníðum lausn eftir þínum þörfum.
Senda tölvupóst á veislur@harpa.is.
Björtuloft
Björtuloft eru staðsett á efstu hæðum Hörpu — með stórbrotnu útsýni yfir borgina, höfnina og fjallahringinn allt um kring. Björtuloft eru sérstaklega glæsileg og óvenjuleg umgjörð fyrir veislur og rúma 100 gesti. Salurinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er fastur bar og útgengi á svalir.

Háaloft
Háaloft er glæsilegur salur á efstu hæð Hörpu. Hann býður upp á stórkostlegt útsýni yfir vesturborgina, höfnina, Faxaflóann og fjallahringinn. Háaloft rúmar 50 gesti en salinn má nýta með Björtuloftum samhliða eða sem stækkun.

Norðurljós
Norðurljós er hin fullkomna umgjörð utan um ýmis konar viðburði. Með sérhönnuðum ljósabúnaði sem hægt er að stilla í ýmsum litbrigðum má búa til þá stemningu sem óskað er eftir í hvert sinn. Tvennar hljóðeinangraðar dyr tengja Norðurljós og Silfurberg þannig að mögulegt er að samnýta salina með góðum árangri fyrir stærri viðburði.

Silfurberg
Silfurberg er helsti ráðstefnusalur Hörpu og er á annarri hæð hússins. Silfurberg er sérhannaður sem ráðstefnusalur með fyrsta flokks ljósabúnaði, hljóðkerfi og túlkaklefum. Salurinn hentar einnig vel fyrir rafmagnaða tónlist og veisluhöld. Hægt er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem er hljóðeinangraður og rúmar þá hvor salur um sig um 325 gesti í sæti.

Bóka veislu í Hörpu
Ekki hika við að hafa samband og fá frekari upplýsingar:
Veislur í Hörpu








